Skoða efni

Mikilvæg skilaboð varðandi flugið þitt með PLAY

Staða COVID-19 heimsfaraldursins er stöðugt að breytast og það sama á við um reglur og takmarkanir í hverju landi. Við mælum með því að farþegar kynni sér nýjustu reglur um sóttkví og aðrar upplýsingar varðandi COVID-19.

Grímunotkun

Grímuskylda er einungis í gildi þegar flogið er til Þýskalands. Andlitsgrímur verða að hylja bæði nef og munn á meðan flugi stendur.

Vinsamlegast athugið að börn fædd 2005 og síðar falla ekki undir þessa reglu.

Fyrir flug til Íslands

Allar sóttvarnareglur vegna COVID-19 hafa verið felldar úr gildi á landamærum Íslands, óháð bólusetningastöðu ferðamanna.

Fyrir flug frá Íslandi

Við krefjum farþega ekki um nein aukaleg vottorð eða gögn, önnur en þau sem stjórnvöld í viðkomandi landi biðja um. Á vefsíðu okkar má finna helstu hlekki sem vísa á upplýsingar um reglur og takmarkanir vegna COVID-19 á áfangastöðum okkar.

Flest lönd krefjast þess að farþegar fylli út form til að forskrá sig inn í viðkomandi land. Vinsamlegast mætið tímanlega á flugvöllinn og hafið öll viðeigandi skjöl tilbúin til skoðunar fyrir flugið.

Athugið að yfirvöld gefa út reglugerðir fyrir ákveðinn tíma. Farþegar þurfa að vera meðvitaðir um hvaða takmarkanir gilda fyrir þeirra ferðadag.

Meðan á flugi stendur

Við mælum með handþvotti og handspritti eftir að farþegar hafa farið í gegnum almenn rými og snertifleti.

Á þeim flugum sem grímuskylda er, verða andlitsgrímur að hylja bæði nef og munn meðan á flugi stendur. Farþegar geta tekið niður grímur meðan þeir borða og drekka.

Við bjóðum upp á snertilausar greiðslur um borð fyrir mat og drykk.

Salerni um borð í Airbus-flugvélum eru hönnuð með snertiflötum sem hrinda frá sér örverum og snertilausum búnaði til að draga enn frekar úr smithættu.

Að lokum

Allir farþegar eru ábyrgir fyrir því að fylgja gildandi reglum í því landi sem þeir ferðast til. PLAY ber ekki ábyrgð á því að farþegum er neitað um borð sem uppfylla ekki skilyrði áfangastaðar.

Við hvetjum farþega okkar til að kíkja á heimasíðuna okkar og kynna sér sóttvarnaraðgerðir okkar vegna COVID-19.