Skoða efni

Má ég setja barnið mitt í bílstól um borð?

Mögulega...

Sæti fyrir börn

Börn sem ekki hafa náð 2 ára aldri eru ungabörn og fá ekki sitt eigið sæti í flugvélinni heldur sitja í fangi þess sem ferðast með því. Það er hinsvegar í boði að kaupa aukalega sæti fyrir ungabarnið fyrir aukin þægindi. Ef aukasæti er keypt og ferðast er með bílstól þá getur ungabarnið setið í þeim bílstól í flugtaki og lendingu svo lengi sem sá bílstóll er sérstaklega samþykktur fyrir flugvélar (e. aircraft approved). Einnig þarf bílstóllinn að vera við glugga.

Barn má sitja hvar sem er í vélinni nema í sérstökum neyðarútgangssætum.