Skoða efni

Hvernig kaupi ég farangur á netinu?

Það er ekkert mál

Þetta er svo einfalt!

Það er lítið mál að bæta farangri við bókunina þína en þú getur gert það frá því þú bókar flugið og þar til ein klukkustund er í flugið þitt.

Í fyrsta lagi getur þú bætt við farangri þegar þú bókar flugið upphaflega á heimasíðunni okkar.

Eftir það þá kemstu inn á MyPLAY aðganginn þinn á heimasíðunni okkar og þar getur þú bætt við aukafarangri, alveg þar til 24 tímar eru í brottför. 

Þegar innan við 24 tímar eru í flugið þitt getur þú bætt við aukafarangri þegar þú innritar þig á netinu. Þá getur þú bætt farangri við í innritun á flugvellinum en athugaðu að það er sá valmöguleiki sem þú borgar mest fyrir.

Kíktu á verðskrána okkar hér til að sjá hvað aukataska myndi kosta þig.

Athugaðu að það er einnig mögulegt að hafa samband við þjónustuteymið okkar þar til 24 tímum fyrir brottför og bæta við farangri. Fyrir það greiðist aukalega þjónustugjald og það er því dýrari valkostur en að sjá um þetta sjálfur á netinu.