Skoða efni

Hvernig kaupi ég aukasæti?

Þjónustuteymið okkar er til þjónustu reiðubúið!

Aukasæti

Það er auðsótt mál að bóka aukasæti en athugið að ávallt er greitt fyrir aukasætið það verð sem er laust hverju sinni. Engir flugvallarskattar eru greiddir af aukasætinu og ekki er hægt að kaupa farangursheimild fyrir aukasætið.

Aukin þægindi

Þú getur keypt þér aukasæti við hliðina á þínu sæti fyrir aukin þægindi um borð. Dreifðu úr þér og hafðu það sérstaklega þægilegt um borð.

Ungbarn í sæti

Ungbörn sem hafa ekki náð 2 ára aldri eru ekki skráð í sæti þar sem þau sitja í fangi móður/föður/fullorðnum sem ferðast með þau.

Þú getur keypt aukasæti fyrir ungbarnið en athugaðu að barnið má ekki sitja í því sæti í flugtaki og lendingu nema barnið sitji í gluggasæti í bílstól sem er samþykktur fyrir flugvélar.

Hljóðfæri í sæti

Ertu algjört sellófan? Ef að þú ferðast með hljóðfærið þitt og vilt ekki setja það í innritaðan farangur getur þú keypt aukasæti í fluginu og haft það við hliðina á þér.

Bóka sætið

Þú þarft að hafa samband við þjónustuteymið okkar til að bóka aukasætið. Sjá mismunandi leiðir að hafa samband hér.