Skoða efni

Hverjir eru greiðslumöguleikarnir?

Peningar, peningar, peningar...

Tekið er við kreditkortum (VISA og MasterCard) og debetkortum með 16 tölustöfum og CSC / CVC kóða þegar miðar eru bókaðir á vefsíðu okkar.

Við tökum ekki við greiðslum fyrir bókunum eða aukaþjónustu í reiðufé.

Það er ekkert mál þótt korthafi sé annar en farþegi. Korthafi getur greitt með sínu greiðslukorti fyrir flug annars aðila. Í því tilfelli gætum við beðið um staðfestingu korthafa á viðeigandi bókun sem og heildarupphæð rukkuð á kortið. Við mælum með að skoða auka ferðatryggingar ef að farþegi er ekki sá sami og korthafi.

Athugið að öll aukaþjónusta verður gjaldfærð af því greiðslukorti sem var notað við bókun, nema nýju korti sé bætt við pöntunina.