Skoða efni

Gleymdist eitthvað um borð?

Hér má finna verkferla varðandi það sem gleymist um borð

Hvað geri ég?

Ekki örvænta. Farið er með alla hluti (nema vegabréf og reiðufé*) sem finnast um borð hjá okkur til Securitas á Keflavíkurflugvelli. Þeir skrá hlutinn í gagnagrunninn hjá sér og farþegar geta leitað að sínum eigum þar: http://www.missingx.com.

Securitas sér alfarið um leitina og því biðjum við farþega um að hafa samband við  [email protected] eða í gegnum síma 425-6483 ef einhverjar spurningar vakna.

Ef að hluturinn er ekki í gagnagrunni Securitas þá þýðir það að hann hafi enn ekki fundist.

Ef farþegi finnur hlutinn sinn í kerfinu þarf viðkomandi að fylla út form á netinu. Vinsamlegast athugið að ef óskað er eftir heimsendingu þarf að greiða sérstaklega fyrir það.

Tapað og fundið hjá Securitas er að finna í kjallaranum undir Joe and the Juice og er opið frá 08:00-16:00, alla daga vikunnar.  

*Týnd vegabréf og reiðufé er farið með til lögreglunnar. Ef að þú gleymdir vegabréfinu þínu um borð biðjum við þig því um að hafa samband við lögregluna á áfangastað.