Skoða efni

Mega börn yngri en 18 ára ferðast ein?

Það fer eftir aldri og fylgdarþjónustu

Fylgd með barni

Börn sem hafa ekki náð 8 ára aldri

Við leyfum ekki börnum undir 8 ára aldri að ferðast ein um borð með PLAY.

Börn milli 8-11 ára

Börnum sem hafa náð 8 ára aldri en ekki 12 ára aldri er heimilt að ferðast ein. Nauðsynlegt er að bóka sérstaka fylgd fyrir börnin.

Börn sem hafa náð 12 ára aldri

Börn sem hafa náð 12 ára aldri eru bókuð á heimasíðunni okkar sem fullorðnir farþegar og mega ferðast ein. Þeim er ekki heimilt að fylgja öðru barni og geta ekki verið bókuð með barni nema þau hafi náð 18 ára aldri. Hægt er að bóka fylgd fyrir börn á þessum aldri en það er​ ekki nauðsynlegt.

PLAY krefst ekki leyfisbréfa frá foreldri/forráðamanni. Gott er að hafa í huga að það á ekki endilega við um reglur landsins/áfangastaðarins sem barnið ferðast til og því mælum við eindregið með því að barnið hafi leyfisbréf með í ferðalagið. Hér má finna nánari upplýsingar varðandi samþykki ferðar barns til útlanda: https://island.is/utanlandsferdir-barna/samthykkisyfirlysingHlekkur opnast í nýjum flipa.

Tengiflug

Við bjóðum ekki upp á fylgdarþjónustu í tengiflugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Hvernig bóka ég fylgd?

Ef þú vilt bóka fylgd fyrir barnið þitt, vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi:

 • Fylgdina þarf að bóka í síðasta lagi tveimur virkum dögum fyrir flugið.
 • Verð er 10.000 ISK á hvern fluglegg en aðeins er rukkað eitt gjald á fluglegg ef börn ferðast saman á sama bókunarnúmeri.
 • Létt máltíð + drykkur um borð er innifalið í þessu verði.
 • Barnið þarf að framvísa vegabréfi við innritun og brottfararhlið.
 • Sá aðili sem sækir/skilar barninu þarf að prenta út fjögur eintök af þessu eyðublaði,Hlekkur opnast í nýjum flipa fylla það út og koma með það í innritun tveimur tímum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Þetta eyðublað fylgir barninu í öllu ferðalaginu og inniheldur upplýsingar um barnið, aðilann sem skilar barninu á flugvöllinn og aðilann sem sækir barnið á áfangastaðnum.
 • Sá aðili sem skilar barninu út á flugvöll þarf að framvísa skilríkjum og bíða á flugvellinum þangað til að flugvélin er farin í loftið.
 • Frá innritun mun okkar flugvallarstarfsmaður taka við barninu og fylgja barninu í gegnum flugstöðina og að flugvélinni.
 • Barnið fer fyrst inn í flugvélina og sest á undan öðrum farþegum.
 • Þegar í flugvélina er komið mun áhöfnin okkar taka við og fylgjast með barninu í fluginu.
 • Eftir lendingu á áfangastað fer barnið síðast út úr vélinni og á að bíða í sæti sínu þangað til allir farþegar hafa farið frá borði.
 • Okkar flugvallarstarfsmaður mun þar taka við barninu og aðstoða það í gegnum landamæraeftirlit og töskuafhendingu.
 • Okkar flugvallarstarfsmaður ásamt barninu munu hitta aðilann sem sækir barnið eftir töskuafhendingu.
 • Sá sem sækir barnið út á flugvöll verður að framvísa skilríkjum.

Þegar þú bókar fylgdina, verður þú að gefa okkur upplýsingar um:

 1. Fullt nafn barns og fæðingardag
 2. Netfang og símanúmer tengiliðs fyrir bókun
 3. Fullt nafn, símanúmer og heimilisfang þess sem skilar barninu út á flugvöll
 4. Fullt nafn, símanúmer og heimilisfang þess sem sækir barnið út á flugvöll

Þú bókar fylgdina í gegnum síðuna okkar „þjónustubeiðnir“. Þú getur nálgast hana hér. Vinsamlegast athugaðu að þjónustubeiðnirnar okkar eru enn sem komið er aðeins á ensku en engar áhyggjur, þú getur alltaf sent okkur tölvupóst á íslensku á [email protected] og við hjálpum þér að klára beiðnina.

Þegar á síðuna er komið vinsamlegast veldu valmöguleikann "Bóka fylgd fyrir börn".

Þegar þú hefur lokið við að fylla út réttar upplýsingar mun þjónustuteymið okkar taka við beiðninni og senda þér svar eins fljótt og hægt er, í síðasta lagi innan 48 tíma eða næsta virka dag. Þá færðu leiðbeiningar um næstu skref varðandi bókunina og hvernig best er að undirbúa ferðalag barnsins/barnanna.

Önnur mikilvæg atriði

Í þeim aðstæðum þar sem við sjáum fram á að þurfa mögulega að lenda á öðrum flugvelli munum við ekki samþykkja fylgdarbarn um borð.

Áhöfnin okkar er ekki þjálfuð til að gefa lyf og ef barnið þitt þarf á nauðsynlegum lyfjum að halda á meðan á fluginu stendur verður barnið að geta séð um það sjálft.

Skilyrði fyrir barn í fylgd er að barnið geti sjálft séð um helstu þarfir (borða, fara á salernið, o.s.frv.). Áhöfnin okkar er ekki þjálfuð til að mata farþega né að aðstoða þá á salerninu.

Vinsamlegast athugið að ófullnægjandi skilríki, möguleikinn á að enginn muni sækja barnið á áfangastað eða eitthvað grunsamlegt gæti leitt til þess að við sjáum ástæðu til að samþykkja ekki barnið í fylgd.