- Getum við aðstoðað?
Að ferðast með aðstoðarmanneskju
Að ferðast með aðstoðarmanneskju
Farþegi má ferðast einn svo lengi sem hann/hún getur gert eftirfarandi án aðstoðar:
- Losað sætisbelti
- Sett á sig björgunarvesti
- Komist að neyðarútgangi
- Sett á sig súrefnisgrímu
- Skilið öryggisleiðbeiningar frá áhöfn (myndrænt eða munnlega)
- Sinnt daglegum athöfnum (borðað, drukkið, farið á klósett, o.s.frv.)
Hvorki áhöfn um borð né fylgdarþjónusta á flugvelli veita aðstoð við daglegar athafnir.
Aðstoð er veitt í flugstöðvarbyggingu og að sæti í flugvélinni ef þörf er á en ekki á salerni eða við aðrar daglegar athafnir.
Farþegi sem er ekki fær um þessar athafnir einn og óstuddur þarf að ferðast með aðstoðarmanneskju.
Ef að breyta á aðstoðarmanneskju í bókun þarf að hafa samband við Þjónustuteymið í síðasta lagi 48 tímum fyrir flug. Greiða þarf nafnabreytingargjald fyrir þá þjónustu.
Áhöfn:
- Getur ekki lyft eða aðstoðað farþega inni á salerni en getur aðstoðað farþega við að komast til og frá salerninu
- Aðstoðar ekki við lyfjagjöf
- Getur aðstoðað farþega við að undirbúa matmálstíma en getur ekki matað farþega
Kröfur varðandi aðstoðarmanneskju:
- Aðstoðarmanneskjan þarf að hafa náð 16 ára aldri og verður að geta veitt ofangreinda aðstoð í fluginu.
- Hver aðstoðarmanneskja má ekki aðstoða fleiri en einn farþega í hverju flugi.
Vinsamlegast hafðu samband við Þjónustuteymið ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi ferðalög með aðstoðarmanneskju á [email protected].