Skoða efni

Ég er með skerta sjón eða er blind/ur

Við biðjum þig um að láta okkur vita í seinasta lagi 48 tímum fyrir flugið þitt ef þú þarft sérstaka aðstoð á flugvellinum eða þarft að taka með þér sjúkratæki/hjálpartæki um borð.

Hægt er að velja BLND þjónustu í bókunarferlinu á vefsíðunni undir Sérþjónusta, eða með því að bæta henni við á MyPLAY eftir bókun. BLND þjónustu fylgir forgangur um borð en þjónustan er að sjálfsögðu ókeypis.

Vinsamlegast hafðu samband við Þjónustuteymið ef þú hefur einhverjar spurningar á specialassistance@flyplay.com.