Skoða efni

Ég er með ósýnilega fötlun, get ég fengið aðstoð á flugvellinum?

Ef þú eða ferðafélaginn þinn er með ósýnilega fötlun og þurfið aðstoð á flugvellinum, biðjum við þig um að láta okkur vita í seinasta lagi 48 tímum fyrir flugið.

Hægt er að bóka þessa þjónustu (DPNA*) í gegnum Þjónustuteymið.

Þegar komið er að innritunarborðinu getur þú beðið um að fá fylgd í gegnum flugstöðina að hliðinu. Farþegar sem bóka þessa þjónustu fá fylgd allan tímann. Þjónustunni fylgir einni forgangur um borð.

Vinsamlegast hafðu samband við Þjónustuteymið ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt bóka slíka þjónustu á specialassistance@flyplay.com.

*DPNA er sérstakur kóði sem stendur fyrir “Disabled Passenger with Intellectual or Developmental Disability Needing Assistance” eða “Farþegar með röskun eða fötlun sem þurfa aðstoð”.

Sólblómabandið

Keflavíkurflugvöllur í samstarfi við fyrirtækið Hidden DisabilitesHlekkur opnast í nýjum flipa býður nú farþegum með ósýnilega fötlun að fá sérstakt sólblómaband um hálsinn til að bera í gegnum flugstöðina.

Starfsfólk flugstöðvarinnar er meðvitað um að einstaklingar með slík bönd gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi á ferð sinni um flugstöðina.

Það er ekkert mál að nálgast bandið, en það er gert annaðhvort við upplýsingaborð í komusal flugstöðvarinnar eða við innritunarborð afgreiðsluaðila.

Farþegar þurfa aldrei að gefa upp ástæðu þess af hverju þeir bera bandið.