Skoða efni

Hvað er bannað að taka með um borð?

Hættulegur varningur

Hættulegur varningur eru munir sem geta stefnt flugvélinni í hættu eða fólki og verðmætum um borð.

Meðfylgjandi er listi yfir það sem ekki má flytja með okkur, hvorki í farangursrými né farþegarými vélarinnar:

 1. Eldfimir munir, kveikjarar, olía, málning, terpentína og blys/kyndlar
 2. Rokgjörn efni á borð við kveikjaragas og aðrar gastegundir
 3. Klór og önnur ertandi efni
 4. Þurrís í föstu formi, leyfilegt hámark er 2,5 kg og honum þarf að pakka þannig að umbúðirnar hleypi út koltvísýringi
 5. Töskur með þjófavarnarbúnaði, s.s. peningatöskur, sem innihalda litíumrafhlöður og/eða sprengibúnað
 6. Eiturefni, s.s. arsenik, illgresiseyði og skordýraeitur
 7. Ætandi efni, s.s. rafgeymasýra, o.s.frv.
 8. Lífræn eiturefni, þ.m.t. hættuleg lífræn efni og smitefni
 9. Geislavirk efni
 10. Skotvopn (sjá nánar hér að neðan)
 11. Rafvopn (rafbyssur/stuðkylfur/rafstuðtæki)
 12. Oddhvassir munir og eggvopn
 13. Sprengiefni, flugeldar, hvellhettur, o.s.frv.
 14. Þjappað gas, prímusar og annar búnaður sem inniheldur þjappað gas
 15. Súrefniskútar
 16. Efni og búnaður með mikið segulsvið
 17. Lítil farartæki sem ganga fyrir litíumrafhlöðum, þ.m.t. svifbretti og hlaupahjól
 18. Litíumrafhlöðum fyrir svifbretti
 19. Búnaður sem inniheldur kvikasilfur
 20. Súrefnisgjafar sem innihalda eitt eða fleiri efni sem valda hita til að framleiða súrefni með efnaskiptum
 21. Eldspýtur eða kveikjarar með eldfimu vökvahylki með fljótandi eldsneyti

Frekari upplýsingar um reglugerð IATA um hættulegan farangur má nálgast hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Takmarkanir á farangri

Að ferðast með dróna

Já, þú mátt ferðast með dróna í innritum farangri svo lengi sem rafhlöðurnar eru ekki meira en 160 Wh.

Fjarlægja þarf rafhlöðurnar úr tækinu og geyma þær í handfarangri. Það má ekki flytja rafhlöður í innrituðum farangri.

Hver farþegi má aðeins ferðast með eina aukarafhlöðu.

Að sjálfsögðu þarf að vera slökkt á drónanum á meðan á flugi stendur.

Svifbretti

Við tökum ekki við svifbrettum í flug, hvorki í handfarangri né innrituðum farangri.

Rafrettur og sígarettur

Farþegar mega ferðast með rafrettur og sígarettur í handfarangri en notkun þeirra í fluginu er stranglega bönnuð.

Rafrettum má ekki pakka í innritaðan farangur.

Skotvopn og skotfæri

Skotvopn og skotfæri til veiða og íþróttaiðkunar má taka með í flug en einungis til persónulegra nota.

 1. Vopnum og skotfærum á að pakka sérstaklega frá öðrum innrituðum farangri og geyma á stað þar sem óviðkomandi aðilar geta ekki nálgast þau.
 2. Farþegi sem innritar vopn eða skotfæri þarf að sýna fram á viðeigandi gögn, þar með talin leyfi sem segja til um notkun skotvopnsins á áfangastað, en einnig útflutningsleyfi frá viðkomandi ríki. Starfsfólk í innritun gengur í skugga um að skotvopnið sé ekki hlaðið, en skírteinishafi þarf einnig að staðfesta að skotvopnið sé óhlaðið.
 3. Vopnum skal pakkað í öruggar, harðspjalda pakkningar og merkja „skotvopn“ sem og nafni eiganda.
 4. Skotfærum eða skothylkjum ber að pakka tryggilega, helst í sterkar, lokaðar pakkningar úr tré, málmi eða trefjaplötu. Skotfærunum á að pakka tryggilega til að koma í veg fyrir hreyfingu eða að það komi högg á þau í meðhöndlun og/eða meðan á ferðalagi stendur.
 5. Magn skotfæra má ekki fara yfir leyfilegt magn. Leyfilegt magn er að hámarki 5 kg og skotfærin verða að vera ætluð til einkanota farþegans.
 6. Farangur sem inniheldur vopn og skotfæri á að innrita við afgreiðslu fyrir sérfarangur/yfirvigt þar sem hann er gegnumlýstur og samþykktur fyrir flug. Farangurinn er skoðaður sérstaklega af starfsmönnum flugvallarins ef þörf er talin á.

Litíumrafhlöður

Eftirfarandi er stranglega bannað að setja í innritaðan farangur en má flytja í handfarangri með ákveðnum skilyrðum, sjá eftirfarandi:

Litíumrafhlöður:

 1. Aukarafhlöður 100 Wh en þó ekki meira en 160 Wh. Hámark tvær á farþega (aðeins leyfilegt í handfarangri)

Litíumrafhlöðum fyrir farartæki (að svifbrettum undanskildum, sjá að ofan):

1.      Ein litíumrafhlaða, hámark 300 Wh (aðeins leyfilegt í handfarangri) eða

2.     Tvær litíumrafhlöður, hámark 160 Wh hvor (aðeins leyfilegt í handfarangri)

Prímusar og eldsneytiskútar

Prímusa og eldsneytiskúta má flytja í innrituðum farangri ef eldsneytishylki/kútar eru algjörlega tóm og gerðar hafa verið ráðstafanir til að draga úr allri eldhættu með því að skilja búnaðinn eftir opinn í a.m.k. sex klst. og tryggja að hann sé þurr.

Bannað er að flytja prímusa og eldsneytiskúta í handfarangri.

Snjóflóðabakpoki

Snjóflóðabakpokar teljast til hættulegs farangurs vegna gashylkja í búnaðinum.

Bakpokana má flytja bæði í handfarangri og innrituðum farangri, hámark einn á farþega með 200g eða minna af þjöppuðu gasi.

Gashylkið þarf að aftengja frá búnaðinum og á því þarf að vera þrýstiloki. Búnaðinum þarf að pakka þannig að hann þoli eðlilega farangursmeðhöndlun og tryggja að ekki sé hægt að ræsa hann fyrir mistök eða með hnjaski. Þrýstilokar þurfa að vera á loftpúðunum í bakpokunum.

Verkfæri og beitt áhöld

Eftirfarandi muni má aðeins flytja í innrituðum farangri, ekki í handfarangri.

 • kúbein
 • borvélar og borkrónur, þ.m.t. minni borvélar með rafhlöðu
 • verkfæri með blaði eða skafti lengra en 6 cm sem má nota sem vopn, t.d. skrúfjárn og sporjárn
 • sagir, þ.m.t. vélsagir með rafhlöðu
 • lóðlampa (brennara)
 • boltabyssur og naglabyssur

Verkfæri til að höggva, s.s. axir, handaxir og kjötaxir • ísaxir og ísfleinar • rakvélarblöð • dúkahnífar • hnífar með blöðum sem eru lengri en sex cm • skæri sem eru lengri en sex cm mælt frá vogarás • búnaður fyrir bardagalistir með beittum eggjum eða hvössum brúnum • sverð, rýtingar og bjúgsverð •  skíða- og göngustafir og mannbroddar • skautar • örvar, pílur, skutlar, sveðjur og spjót.

Verum snjöll með snjallfarangurinn

Handfarangur

Litíum rafhlaðan/hleðslan má vera í töskunni en þú þarft að geta aftengt hana. Við tökum ekki við snjalltöskum ef ekki er hægt að aftengja rafhlöðu/hleðslu og fjarlægja.

Innritaður farangur

Þú verður að geta aftengt litíum rafhlöðuna/hleðsluna, fjarlægt úr töskunni og flutt í handfarangri. Við tökum ekki við snjalltöskum ef ekki er hægt að aftengja rafhlöðu/hleðslu og fjarlægja.

Pökkunarleiðbeiningar

Öllum farangri skal pakkað þannig að hann þoli eðlilega farangursmeðhöndlun.

Kerrur, vagnar, barnasæti, skíðabúnaður, golfsett, hjólastólar, reiðhjól, veiðibúnaður, vatnaskíðabúnaður, brimbretti, seglbretti, vopn og skotfæri, hljóðfæri, listaverk og fornmunir eru almennt ekki til þess gerð að flytja sem farangur. PLAY mælir með að þessum munum sé pakkað þannig að þeir skaddist ekki og skaði ekki annan farangur í flutningi.

Farangri skal alltaf pakkað í sérstakar harðar eða bólstraðar pakkningar til að forðast tjón. Listinn hér er ekki tæmandi og því biðjum við farþega um að hafa samband við þjónustuverið okkar ef að þeir ætla að ferðast með hlut sem ekki er tilgreindur hér.

Farþegar bera ábyrgð á að pakka farangri sínum þannig að innihald hans skemmist ekki við eðlilega farangursmeðhöndlun. Allur innritaður farangur þarf að vera merktur með nafni, netfangi, símanúmeri og heimilisfangi.

VInsamlegast lesið ykkur til um leiðbeininga um pökkun farangurs hérHlekkur opnast í nýjum flipa. (Athugið að leiðbeiningarnar eru á ensku.)