Skoða efni

Slepptu biðröðinni á flugvellinum!

Það borgar sig að nota netinnritun og það er eflaust einfaldara en þú heldur. Þú notar MyPLAY aðganginn þinn til að innrita þig í nokkrum laufléttum skrefum og síðan er einfalt mál að nota sjálfsafgreiðslustöðvarnar á flugvellinum til að skanna brottfararspjaldið og fá töskumiða fyrir þá sem eru með innritaðan farangur. Sjálfsafgreiðslan í farangursafhendingu er sömuleiðis afar einföld en þar er töskumiðinn skannaður og taskan færð á færibandið.