Skoða efni

Sérþjónusta

Almennar upplýsingar

Hægt er að bæta við sérþjónustu á flugvelli og farangursheimild fyrir hjálpartæki bæði í bókunarferlinu á heimasíðunni og í gegnum MyPLAY aðganginn á heimasíðunni eftir að bókun hefur verið gerð.

Við biðjum farþega um að ganga frá slíkri bókun ekki seinna en 48 tímum fyrir flug.
Farþegum er frjálst að fljúga með allt að tvö ferlihjálpartæki eða hjólastóla til einkanota.
Athugið að hjálpartæki sem þörf er á um borð í fluginu teljast ekki til farangursheimildar og því er hægt að fljúga með þau farþegum að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar um hvers konar aðstoð hentar þér best má finna hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Á vefsíðu ÖBÍ má svo finna Leiðbeiningar fyrir flugfarþega með fatlanir og aðrar skerðingarHlekkur opnast í nýjum flipa.

Um borð

Áhöfn:

  • Getur ekki lyft farþega eða aðstoðað hann á salerni eða við lyfjagjöf.
  • Getur aðstoðað farþega við að undirbúa matmálstíma en getur ekki matað farþega.

Það eru tvö klósett aftast í vélinni og eitt fremst.
Öll sæti eru með hreyfanlega sætisarma fyrir utan sætaraðir 4, 12 og 13 sem eru neyðarútgangssæti.