Fyrirvari
Mikilvægar upplýsingar til allra þeirra sem heimsækja vefsíðuna
Þessi hluti vefsíðunnar inniheldur upplýsingar og gögn (hér eftir „efnið“) er varða útboð á hlutabréfum Fly Play hf. (hér eftir „PLAY“ eða „félagið“). Mögulegt er að þú hafir ekki hæfi eða heimild til að skoða efnið. Mikilvægt er að þú lesir neðangreindan fyrirvara til enda, þar sem hann á við um alla sem skoða þetta vefsvæði eða vefsvæði sem þetta vefsvæði vísar til. Athugið að breytingar og uppfærslur kunna að vera gerðar á neðangreindum fyrirvara og því þarf að lesa allan fyrirvarann í hvert skipti sem farið er inn á þetta vefsvæði.
Efnið er ekki lýsing samkvæmt fyrirmælum laga um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði nr. 14/2020 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2017/1129.
Efnið er ekki til birtingar, dreifingar eða útgáfu, hvorki með beinum né óbeinum hætti og hvorki að hluta til eða í heilu lagi, í eða til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, Japan eða Suður-Afríku eða hvers þess lands þar sem slíkt teldist vera brot á viðkomandi löggjöf þeirrar lögsögu (hér eftir sameiginlega „takmörkuðu lögsagnarumdæmin“) og ætti því ekki að túlka sem tilboð um sölu eða hvatning um að gera tilboð vegna kaupa á hlutabréfum PLAY í takmörkuðu lögsagnarumdæmunum. Hugsanlegir notendur þessara upplýsinga eru beðnir um að kynna sér og fylgja eftir öllum slíkum takmörkunum.
Félagið hefur ekki gripið til aðgerða sem myndu heimila boð á hlutabréfum þess eða eignarhald eða dreifingu á efninu, eða öðru útgáfu- eða kynningarefni er varðar hlutabréf félagsins í einhverri lögsögu þar sem aðgerða í þeim tilgangi er krafist.
Afhending, útgáfa eða dreifing efnisins kann að vera takmörkuð með lögum í tilteknum lögsagnarumdæmum og ættu aðilar innan takmörkuðu lögsagnarumdæmanna að kynna sér slíkar takmarkanir og fylgja þeim.
Hlutabréf sem efnið lýtur að verða ekki skráð eða seld samkvæmt viðeigandi lögum um verðbréf í neinu ríki, fylki, yfirráðasvæði, sýslu eða lögsagnarumdæmi öðru en Íslandi og óheimilt er að bjóða, selja, endurselja eða afhenda þau, beint eða óbeint, í neinu lögsagnarumdæmi öðru en þar sem slíkt væri í samræmi við viðeigandi lög og reglur.
Ef þér er óheimilt að skoða efnið, af hvaða ástæðu sem er, er þér ráðlagt að yfirgefa vefsvæðið þegar í stað.
Efnið kann að innihalda yfirlýsingar, sem varða m.a. fjárhagsleg og rekstrarleg markmið PLAY til lengri tíma litið, sem eru, eða gætu talist vera, „framsýnar yfirlýsingar“. Þessar framsýnu yfirlýsingar má greina vegna orðanotkunar sem vísar til framtíðar, þ. á m. orðin „trúir, „miðar að“, „spáir“, „heldur áfram“, „áætlar“, „áformar“, „ráðgerir“, „gerir ráð fyrir“, „býst við“, „hyggur á“, „gæti“, „mun“ eða „ætti“, eða, í hverju tilviki neikvæð eða önnur tilbrigði eða önnur sambærileg hugtök, eða með umræðum um stefnu, áætlanir, markmið, ókomna atburði eða fyrirætlanir. Framsýnar yfirlýsingar geta, og eru gjarnan, verulega frábrugðnar raunverulegum árangri. Sérhver framsýn yfirlýsing endurspeglar núverandi afstöðu félagsins með tilliti til ókominna atburða og er háð áhættu vegna ókominna atburða og annarra áhættuþátta, óvissu og ætlunum er varða viðskipti félagsins, rekstrarárangur, fjárhagslega stöðu, lausafjárstöðu, horfur, vöxt eða aðferðir. Framsýnar yfirlýsingar taka aðeins mið af þeim degi sem þær eru gefnar.
PLAY, Arctica Finance hf. og Fossar fjárfestingarbanki hf. (sameiginlega „söluaðilarnir“) hafna sérstaklega öllum skyldum eða skuldbindingum um að uppfæra, yfirfara eða endurskoða efnið eða einhverja framsýna yfirlýsingu sem er að finna í efninu, hvort sem er vegna nýrra upplýsinga, framtíðarþróunar eða annars.
Fyrirtækjaráðgjöf umsjónaraðila starfar eingöngu fyrir PLAY og ekki nokkurn annan í tengslum við útboð hlutabréfa félagsins. Hann mun ekki líta á neinn annan aðila sem viðskiptavin hans að því er varðar útboð hlutabréfanna og mun ekki bera ábyrgð gagnvart neinum nema PLAY.
Fyrirtækjaráðgjöf söluaðilanna starfar eingöngu fyrir PLAY og ekki nokkurn annan í tengslum við útboð hlutabréfa félagsins. Þeir munu ekki líta á neinn annan aðila sem viðskiptavin þeirra að því er varðar útboð hlutabréfanna og mun ekki bera ábyrgð gagnvart neinum nema PLAY.
PLAY og söluaðilarnir veita aðgang að efninu á þessu vefsvæði, eða vefsvæðum sem vísað er á, í góðri trú og einungis í upplýsingaskyni. Aðilar sem óska aðgangs að efninu ábyrgjast og staðfesta að þeir geri slíkt einungis til að afla sér upplýsinga. Efnið á vefsvæðinu, eða vefsvæðum sem vísað er á, fela ekki í sér sölutilboð eða kaupbeiðni á hlutabréfum útgefnum af PLAY. Slíkt efni telst heldur ekki ráðgjöf eða ráðlegging af hálfu PLAY eða söluaðilanna eða neinum öðrum aðila um að kaupa eða selja hlutabréf útgefin af PLAY.
Með því að ýta á „Ég samþykki“ hnappinn hér fyrir neðan staðfestir þú að þú hafir lesið og skilið þennan fyrirvara og að þú sért einstaklingur sem hefur heimild, samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem við eiga, til að móttaka efnið sem er að finna á þessari vefsíðu, og sérstaklega að þú sért ekki staðsettur í takmörkuðu lögsagnarumdæmunum.