Skoða efni

Hlutafjárútboð Fly Play hf.

Útboðin munu standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 24. júní nk., til kl. 16:00 föstudaginn 25. júní.

Áskriftarvefur

Tekið verður við áskriftum rafrænt á áskriftarvef útboðsinsHlekkur opnast í nýjum flipa. Áskriftarvefur opnar fimmtudaginn 24. júní, klukkan 10:00.

Um útboðin

  • Haldinn verður opinn kynningarfundur kl. 8:30 þriðjudaginn 22. júní. Vefstreymið verður aðgengilegt hér á vefnum.
  • Útboðin munu standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 24. júní nk., til kl. 16:00 föstudaginn 25. júní. 
  • Boðnir verða til sölu samtals 221.906.800 hlutir að nafnverði í formi nýrra hlutabréfa í Fly Play hf.
  • Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði, í sitthvoru útboðinu, með þátttöku í áskriftarleið A og áskriftarleið B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun. 
  • Verð í áskriftarleið A er 18 kr./hlut og verð í áskriftarleið B verður innan verðbilsins 18-20 kr./hlut. 
  • Áætlað er að niðurstöður útboðanna verði tilkynntar föstudaginn 25. júní 2021 og niðurstöður úthlutunar þann 28. júní 2021.
  • Áætlaður gjalddagi og eindagi greiðsluseðla er mánudaginn 5. júlí 2021.
  • Afhendingardagur nýrra hluta er áætlaður eigi síðar en föstudaginn 9. júlí 2021 og fyrsti viðskiptadagur með hluti Fly Play hf. á Nasdaq First North Iceland er á ætlaður föstudaginn 9. júlí 2021.
  • Arctica Finance er umsjónaraðili útboðanna og Arion banki söluaðili ásamt Arctica Finance.