Skoða efni
23. Aug 2021

PLAY sækir um leyfi til farþegaflutninga til Bandaríkjanna

PLAY hef­ur lagt inn um­sókn til banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda um heim­ild til farþega­flutninga til og frá land­inu. Stefnt er að því að hefja flug til Bandaríkjanna næsta vor.

Um­sókn­in var lögð fram þann 20. ág­úst síðastliðinn. Flugferðir til Bandaríkjanna eru hluti af viðskiptamódeli félagsins sem miðar að því að ferja farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi. Umsóknin er hluti af undirbúningsvinnu fyrir þennan næsta stóra kafla í rekstri flugfélags en sú vinna hefur gengið vonum framar.