Skoða efni
12. Dec 2022

PLAY innleiðir lausn frá MOST

Flugfélagið PLAY hefur samið við bandaríska fyrirtækið MOST um að skaffa flugfélaginu smásölu- og greiðslulausn um borð í vélum PLAY. Þar á meðal er hugbúnaður, vélbúnaður og greiðslugátt. Með lausninni frá MOST munu flugliðar geta tekið við greiðslum frá farþegum á fljótlegan og auðveldan hátt á meðan á fluginu stendur.

„Við erum mjög ánægð með samstarfið við jafn kraftmikið flugfélag og PLAY. Flugfélagið hefur mikinn metnað og mikið rými til að stækka. Lausnin okkar mun hjálpa PLAY við að halda verði til farþega lágu en á sama tíma auka hliðartekjur með því að einfalda söluna um borð og gera hana aðgengilegri,“ segir Jan Blanchard, forstjóri MOST.

„Þessi lausn frá MOST mun hjálpa okkur að auka hliðartekjurnar og gera upplifun farþega af flugi með PLAY ánægjulegri. Stafrænar lausnir og þjónusta eru grunnstoðir PLAY og MOST hefur skaffað okkur frábæra lausn sem klárlega hjálpa okkur að auka tekjurnar og gera farþega okkar ánægðari,“ segir Georg Haraldsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs PLAY.