Skoða efni
15. Oct 2021

PLAY hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

PLAY hlaut fyrir helgi viðurkenningu Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) árið 2021. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni á vegum FKA og miðar verkefnið að því að jafna hlutföll kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Markmið Jafnvægivogarinnar er að hlutföll kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði orðin 40/60 árið 2027.Frá stofnun hefur PLAY haft jafnréttismál að leiðarljósi. Í stjórn og framkvæmdastjórn PLAY eru fimm konur og sex karlar sem gera hlutföllin 45%/55%. Ef horft er á hóp lykilstjórnenda PLAY eru hlutföllinn 53% karlar og 47% konur. Það máalltaf gera betur og vinnur PLAY áfram að því að jafna hlutfall kynjanna.