Skoða efni
9. Jan 2023

PLAY bætir einni vinsælustu borg Ítalíu við leiðakerfi sitt

Flugfélagið PLAY mun fljúga til Feneyja á Ítalíu í sumar. Fyrsta flugið verður 29. júní og mun áætlunin standa út september. Flogið verður tvisvar í viku á fimmtudögum og sunnudögum. 

PLAY flaug til Bologna síðasta sumar og var borgin á meðal vinsælustu áfangastaða PLAY árið 2022. Þessar miklar vinsældir urðu til þess að PLAY mun bjóða upp á Bologna í leiðakerfi sínu í sumar og bæta þar að auki við sig einni vinsælustu borg Ítalíu, Fenyjum.

Feneyjar er sannarlega goðsagnakennd borg í norðausturhluta Ítalíu. Kræklóttir kanalar, sjarmerandi brýr, magnaður arkitektúr og rík menningarsaga gera Feneyjar að ógleymanlegum áfangastað og dásamlegum stað að dvelja á.

Feneyjar er borg full af sögu, menningu og rómantík og þetta er ómissandi áfangastaður allra sem þrá ógleymanlega upplifun. Hvort sem fólk er eitt á ferð, með stórfjölskyldunni eða vinunum á Feneyjar fullt erindi því borgin mun alltaf heilla og töfra gesti sína með einstakri fegurð og óviðjafnanlegum sjarma.

PLAY mun bjóða upp á metnaðarfullt leiðakerfi í sumar. Hægt er að velja úr hátt í fjörutíu áfangastöðum í bókunarvél PLAY. Hvort sem hugurinn leitar til Bandaríkjanna eða Kanada, Skandinavíu  eða á sólarströnd, þá býður PLAY upp á afar hentuga áætlun til að komast þangað.

„Það er virkilega ánægjulegt að geta stækkað við okkur á Ítalíu. Þetta land nýtur svo mikilla vinsælda meðal Íslendinga og þess vegna finnst okkur mikilvægt að auka framboðið til Ítalíu og þar með samkeppnina sem verður alltaf til þess að flugmiða verðið lækkar, neytendum til hagsbóta,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.