Skoða efni
1. Nov 2021

Lilja ráðin til PLAY

Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárog áhættustýringar hjá PLAY. Lilja verður hluti af stjórnendateymi fjármálasviðs PLAY og mun bera ábyrgð á daglegum rekstri fjár- og áhættustýringar. Hún mun leiða greiningu og mat á áhættuþáttum í starfsemi félagsins og taka þátt í mótun og framtíðarsýn sviðsins.

Hún kemur til PLAY frá Landsbankanum þar sem hún hefur starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu frá 2018. Fyrir það var hún viðskiptastjóri lögaðila í eignastýringu bankans. Þar áður starfaði Lilja í gjaldeyris- og afleiðumiðlun hjá Arion banka, markaðsviðskiptum hjá Glitni og við innkaupastýringu og hrávöruvarnir hjá Skeljungi.

Ásamt því að vera með B.Sc og M.Sc gráður í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands þá er Lilja einnig með próf í verðbréfamiðlun og ACI.

„Lilja hefur víðtæka reynslu á fjármálamarkaði og er mikill fengur fyrir PLAY að fá hana til liðs við okkur. Framundan eru mikilvæg verkefni og uppbygging þar sem þekking og reynsla Lilju mun reynast okkur dýrmæt við að byggja upp öflugt flugfélag,“ segir Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY.