Skoða efni
18. Aug 2025

Ákvarðanir hluthafafundar

Ákvarðanir hluthafafundar

Fly Play hf. haldinn 15. ágúst 2025

__________________________________________________________________________________

 

Hluthafafundur Fly Play hf. („Félagið“) var haldinn föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 16:00 (GMT) á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík.

Eftirfarandi tillögur stjórnar voru samþykktar á hluthafafundi:

Dagskrá fundarins:

1. Tillaga um útgáfu breytanlegra skuldabréfa að höfuðstól að hámarki ISK 2.425.000.000.

Tillagan var samþykkt af hluthöfum sem höfðu 100% atkvæðisréttar á fundinum.

 

2. Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út breytanleg skuldabréf að höfuðstól að hámarki ISK 450.000.000.

Tillagan var samþykkt af hluthöfum sem höfðu 100% atkvæðisréttar á fundinum.

 

3. Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé um allt að ISK 4.150.000.000 að nafnverði til að uppfylla réttindi skuldabréfaeigenda til umbreytingar.

Tillagan var samþykkt af hluthöfum sem höfðu 100% atkvæðisréttar á fundinum.

4. Tillaga um að breyta samþykktum félagsins í samræmi við framangreinda heimild.

Tillagan var samþykkt af hluthöfum sem höfðu 100% atkvæðisréttar á fundinum.

 

       9.   Önnur mál löglega borin upp.

Engin önnur mál voru löglega borin upp.