Skoða efni
2. Dec 2022

Það allra helsta í Varsjá: 8 ómissandi áfangastaðir

Warsaw

Varsjá er ein sögufrægasta borg Evrópu en um 1,7 milljónir búa í höfuðborg Póllands sem er fyrir vikið ein stærsta borg Evrópu. Áin Visla sem rennur um Varsjá setur fallegan svip á borgina en hér er líka að finna fjölda grænna svæða og fallegan arkitektúr.

Gamli bær Varsjár sem á rætur sínar að rekja til 12. aldar er einstaklega fallegur en þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu í seinni heimsstyrjöldinni hefur Póllandi tekist einstaklega vel upp í uppbyggingu og endurgerð borgarinnar.  

Fyrir vikið má líka finna hér framúrstefnulegan arkitektúr og nýbyggingar sem fanga augað. Viðskiptahverfi Varsjár er fullt af frábærum verslunum, veitingastöðum og verslunum og gríðarlega efnahagsleg uppbygging og framgangur borgarinnar er áþreifanlegur hér. 

Hér förum við yfir það allra helsta sem enginn skildi láta fram hjá sér fara í fyrstu heim til Varsjár.

1. Göngutúr um elsta hluta Varsjár

Allar ferðir til Varsjár ættu að byrja í gamla bænum gamla bænum, sem á rætur sínar að rekja til 12. aldar. Helsti áfangastaður og góður byrjunarreitur í þessum sögufræga hluta borginnar er gamla markaðstorgið, Rynek Starego Miasta, gullfallegt torg sem var endurbyggt eftir seinni heimsstyrjöld en í dag er hér að finna fjöldan allan af skemmtilegum kaffihúsum, börum og veitingastöðum. Gömlu byggingarnar í kringum Plac Zamkowy eru líka sérstaklega fallegar og fullkomnar fyrir montmyndir á Instagram. 

 Til að ná sannkölluðum konfektkassamyndum af gamla bæ Varsjár er tilvalið að skella sér upp í klukkuturn kirkju heilagrar Önnu. Þessi frístandandi klukkuturn sem á frummálinu kallast Taras Widokowy, er frá árinu 1582 og úr toppi hans er magnað útsýni yfir borgina. Útsýnisþyrstir ættu síðan ekki að láta konunglegan kastala Varsjár fram hjá sér fara en hér er um að ræða safn í 16. sæti yfir fjölsóttustu söfn í heimi og fyrrum formlegt aðsetur pólsku konungsættarinnar.

Warsaw Old Town
POLIN Museum, Warsaw

2. POLIN-safnið og saga pólskra gyðinga

Í gamla gettói Varsjár er að finna POLIN-safnið sem er tileinkað sögu pólskra gyðinga. Hornsteinn að safninu var lagður 2007 en það opnaði formlega í apríl 2013. Á safninu er að finna fjölda gagnvirkra og áhugaverðra sýninga sem eru í senn átakanlegar og mjög fræðandi þegar kemur að sögu seinni heimsstyrjaldarinnar og gyðingasamfélagsins sem blómstraði í Varsjá fyrir helförina.

 Gegnt safninu er að finna minnisvarða um uppreisnina í Varsjá þegar andspyrnuhreyfing gyðinga í borginni gerði uppreisn gegn nasistahreyfingunni árið 1943 með hrikalegum afleiðingum. Sjálft safnahúsið er síðan merkilegur áfangastaður í sjálfu sér því þessi skúlptúr eftir finnsku arkitektana Rainer Mahlamäki og Ilmari Lahdelma þykir ein magnaðasta bygginga borgarinnar. 

3. Göngutúr um Eyjahöllina og almenningsgarðinn Lazienki

Eyjahöllin, eða Pałac Na Wyspie, er gullfalleg klassísk höll í konunglega baðhúsagarði Varsjár. Byggingin er einstaklega fallegt dæmi um nýklassíska byggingalist sem á rætur sínar að rekja til 17. aldar. Höllin var byggð fyrir prinsinn Stanisław Herakliusz Lubomirski, einn áhrifamesta rithöfund, stjórnmálamann og heimspeking Póllands.

 Höllina er að finna í stærsta almenningsgarði Varsjár, Lazienki Park, sem nær yfir litla 76 hektara í miðborginni. Töluvert af sögufrægum byggingum er að finna í Lazienki Park, þ.m.t. Eyjasviðið, Hvíta húsið, Myślewicki-höll, og gamla gróðurhúsið. Allar þessar byggingar eru frá 17. öld og eru tilvalinn bakgrunnur fyrir frábærar myndir á fallegum sumardögum í garðinum.

Warsaw The Palace on the Isle
Warsaw Kopernikus Science Robot

4. Kópernikus-vísindamiðstöðin

Kópernikus-vísindamiðstöðin er frábært vísindasafn fyrir fólk á öllum aldri. Safnið opnaði fyrst árið 2004 og hér er að finna rúmlega 450 gagnvirkar sýningar sem gefa gestum færi á að gera tilraunir og kynnast eðlisfræðilögmálunum. Þetta er eitt framsæknasta og flottasta vísindasafn í Evrópu og þótt víðar væri leitað.

Vísindamiðstöðinni eru skipt í fjóra hluta: varanlegar og tímabundnar sýningar, vinnustofur, margmiðlunarstjörnuver og útisvæði. Hér er allt til alls fyrir þá sem vilja kynnast heimi vísindanna.

5. PGE Narodowy-völlurinn

Fótboltavöllurinn Stadion Narodowy im. Kazimierza Górskiego, betur þekktur sem PGE Narodowy, er stærsti íþróttaleikvöllur Póllands og hér eru haldnir risastórir fótboltaleikir og tónleikar. Þakinu er hægt að renna af vellinum og hér má koma fyrir 72.900 manns á tónleikum og 58.580 á íþróttaviðburði og því er þetta tilvalinn vettvangur fyrir stærstu mögulegu viðburði

 Ferðamenn geta bókað leiðsögn um íþróttaleikvanginn og fá þá að kíkja inn í búningsklefa og niður á völlinn sjálfan. Leiðsögn á ensku er í boði í hverri viku en við mælum með því að fólk fylgist vel með dagskránni þá daga sem það dvelur í Varsjá því margir stærstu tónlistarmenn heims hafa komið fram hér, þ.m.t. Paul McCartney og Beyonce.

 

Warsaw PGE Narodowy Stadium
Palace of Culture and Science, Warsaw

6. Höll menningar og vísinda

Þeir sem vilja innsýn inn í 20. aldar sögu kommúnisma í í Varsjá ættu að heimsækja Höll menningar og vísinda. Þetta er önnur stærsta borg Varsjár og sú áttunda stærsta í öllu Evrópusambandinu. Fjöldi 21. aldar skýjakljúfa umkringir höllina og fyrir vikið verða til magnaðar andstæður í borgarlandslaginu á þessu svæði sem undirstrikar gamla sögu kommúnisma í Póllandi og gjörbreytt efnahagsástand nútímans. 

Að auki er mikið um listviðburði og menningu í höllinni. Hér má finna söfn, kvikmyndahús, leikhús og frábært útsýni yfir alla borgina í 114 metra hæð. Það er einnig mjög vinsælt að grípa sér eitthvað gott að borða og drekka á einhverri af krám hallarinnar.

 

7. Fjör fyrir fjölskylduna í Multimediálna Fontána

Einn besti staðurinn til að kæla sig á heitum sumardögum í Varsjá er vafalaust við Multimediálna Fontána. Hér er að finna gosbrunna sem breyta um liti í glæsilegum sýningum eftir sólsetur. Börnin geta leikið sér í vatninu á heitum dögum og hér er líka hægt að horfa á fræðslu um sögu Varsjár yfir mat og drykk.

Á veturna breytast gosbrunnarnir í marglita hreyfiskúlptúra og á aðventunni fer að heyrast jólatónlist á svæðinu. Best er að koma sér fyrir í grasi vaxinni brekkunni og njóta útsýnisins þaðan.

 

Warsaw Fountain Lights
Warsaw Rising Museum

8. Uppreisnarsafn Varsjár

Uppreisnin í Varsjá þegar gyðingar gerðu uppreisn gegn nasistum var ein dramatískasta stund seinni heimsstyrjaldarinnar. Hvergi er betra að fræðast um þennan atburð en á Uppreisnarsafninu í Varsjá. Safnið var stofnað árið 1983 en opnaði ekki fyrr en 2004, 60 árum eftir uppreisnina. 

 Í safneigninni eru mörg hundruð munir, þar með talin vopn uppreisnarmanna og ástarbréf. Markmið safnsins er að sýna fram á hrottafenginn raunveruleika þessa tíma og ótrúlegt hugrekki uppreisnarmanna með upptökum, sögum og munum frá pólsku andspyrnuhreyfingunni. Þetta er ómissandi viðkomustaður fyrir alla sem hafa áhuga á seinni heimsstyrjöldinni og heimssögunni yfir höfuð.

Fullkomin helgarferð í Varsjá

Varsjá er frábær áfangastaður fyrir fólk í leit að skemmtilegri helgarferð og mögulega dálitlar vellystingar. Þessi litríka höfuðborg Póllands er tilvalinn staður fyrir þá sem vilja sögu, menningu, næturlíf, græn svæði og frábært veður yfir sumarmánuðina. Við mælum sérstaklega með Varsjá fyrir þá sem vilja leyfa sér aðeins meira í borgarferðinni.

Spennandi?

Skoða flug til Varsjár

Finna flug
Útsýni yfir safnaeyjuna í Berlín
NÆST Á DAGSKRÁ

Ólík andlit Berlínar


Afþreying í Varsjá