Skoða efni

Feneyjar

Ódýrt flug til Feneyja

Fljótandi draumur í Feneyjum

Hin goðsagnakennda fljótandi borg Feneyjar í norðausturhluta Ítalíu er bæði rómantískur og einstakur áfangastaður. Kræklóttir kanalar, sjarmerandi brýr, magnaður arkitektúr og rík menningarsaga gera Feneyjar að ógleymanlegum áfangastað og dásamlegum stað að dvelja á.

Öldum saman hafa Feneyjar verið í sérstöku uppáhaldi meðal listamanna, rithöfunda, kvikmyndagerðafólks og ferðalanga sem koma til að dást að fegurðinni og fá innblástur úr umhverfinu. Síkin sem einkenna Feneyjar voru upphaflega hugsuð sem gatnakerfi og helsta vörn borgarinnar en í dag eru þau eitt helsta aðdráttarafl Ítalíu fyrir ferðamenn úr öllum heimshornum. Róleg gondólasigling um sögufræg síkin er fullkomin leið til að kynnast borginni og liðast þannig um þrönga vatnavegi og undir gullfallegar brýr.

Ógleymanleg list, fegurð og friður í Feneyjum

En Feneyjar eru ekki bara glæsileg og innantóm leikmynd því hér blómstra listir og menning sem aldrei fyrr. Feneyjatvíæringurinn er ein mikilvægasta samtímalistahátíð heims en hátíðin er helguð samtímalist annað árið og arkítektúr hitt. Peggy Guggenheim-safnið er síðan eitt fremsta safn nútímalistar í heiminum og ekki er staðsetningin af verri endanum í gullfallegri byggingu við „breiðsíkið“ Canal Grande. Fjölmörg óperu- og leikhús borgarinnar þykja síðan með þeim fremstu í Evrópu og allt árið má finna uppsetningar á sviðslist á heimsmælikvarða í Feneyjum.

Þrátt fyrir ótrúlegar vinsældir Feneyja má enn finna kyrrð og ró í borginni og þetta er tilvalinn áfangastaður fyrir afslöppun og vellystingar í fríinu. Að rölta um hljóðlát sund og síki, sötra á fullkomnum kaffibolla á fallegu torgi eða láta sig líða um kanalinn um borð í gondóla er fullkomin afþreying sem gleymist líklega aldrei.

Feneyjar er borg full af sögu, menningu og rómantík og þetta er ómissandi áfangastaður allra sem þrá ógleymanlega upplifun. Hvort sem fólk er eitt á ferð, með stórfjölskyldunni eða vinunum á Feneyjar fullt erindi því borgin mun alltaf heilla og töfra gesti sína með einstakri fegurð og óviðjafnanlegum sjarma.