Skoða efni

Ég er veik/ur eða eitthvað óvænt kom upp, hvað get ég gert?

Þú getur breytt bókuninni eða afbókað

Afbóka

Ef eitthvað óvænt kemur upp á og þú getur ekki notað flugið þitt getur þú afbókað flugið með því að hafa samband við þjónustuteymið okkar.

Ef að þú keyptir forfallavernd hjá okkur og vilt nýta hana til að afbóka flugið þitt þá endurgreiðum við allt nema forfallaverndina sjálfa svo lengi sem þú sendir okkur tilskilin skjöl innan 7 daga frá fluginu þínu. Þú getur lesið nánar um forfallaverndina hér.

Ef að þú keyptir ekki slíka vernd þá endurgreiðum við samt sem áður alltaf flugvallarskattana.

Breyta bókun

Ef eitthvað óvænt kemur uppá og þú getur ekki notað flugið þitt getur þú breytt bókuninni á eftirfarandi vegu:

Breyta dagsetningu

Ef þú ákveður að breyta fluginu þínu þá þarftu að greiða breytingagjald fyrir hvern farþega á hvern fluglegg, auk fargjaldamismunar ef hann er til staðar.

Þú getur breytt fluginu þínu í gegn um MyPLAY þangað til 1 klst. fyrir brottför á fluginu svo lengi sem þú hefur ekki innritað þig í flugið.

·        Nýja flugið er dýrara en upprunalega flugið: Greitt er breytingagjald á hvern farþega og hvern fluglegg auk fargjaldamismunar.

·        Nýja flugið kostar það sama og upprunalega flugið: Greitt er breytingagjald á hvern farþega og hvern fluglegg.

·        Nýja flugið er ódýrara en upprunalega flugið: Greitt er breytingagjald á hvern farþega og hvern fluglegg. Fargjaldamismunur er ekki endurgreiddur.

Breyta áfangastað

Ef þú ákveður að breyta brottfararstað og áfangastað á bókuninni þinni þá þarftu að greiða breytingagjald fyrir hvern farþega og hvern fluglegg, auk fargjaldamismunar ef hann er til staðar. Einnig er greitt þjónustugjald.

Hægt er að biðja um breytingu á brottfararstað og áfangastað á bókuninni allt að 24 klst. fyrir brottför. Ekki er hægt að framkvæma þessa breytingu í gegn um MyPLAY-aðganginn,. Vinsamlegast fyllið út Þjónustubeiðni hér til að breyta um brottfararstað og áfangastað.

Breyta um farþega

Hægt er að breyta um farþega í bókun allt að 24 klst. fyrir brottför. Greitt er nafnabreytingargjald ásamt þjónustugjald fyrir að breyta farþega í bókun.

Það er ekki hægt að breyta farþega í gegnum MyPLAY-aðganginn svo farþegum er bent á að fylla út Þjónustubeiðni hér.

Athugið að það er einungis hægt að breyta um farþega á öllum flugleggjum í bókun, og ekki er hægt að breyta um fargjald, þ.e.a.s. barn getur ekki ferðast í staðinn fyrir fullorðinn farþega og öfugt.