Skoða efni

Ég er veik/ur eða eitthvað óvænt kom upp, hvað get ég gert?

Þú getur breytt fluginu eða afbókað

Ef flugið var bókað fyrir 30. september 2021 gilda sérstakir skilmálar okkar vegna COVID-19 sem hægt er að kynna sér hér.

Afbóka

Ef eitthvað óvænt kemur upp á og þú getur ekki notað flugið þitt getur þú afbókað flugið með því að hafa samband við þjónustuteymið okkar.

Ef að þú keyptir forfallavernd hjá okkur og vilt nýta hana til að afbóka flugið þitt þá endurgreiðum við allt nema forfallaverndina sjálfa svo lengi sem þú sendir okkur tilskilin skjöl innan 7 daga frá fluginu þínu. Þú getur lesið nánar um forfallaverndina hér.

Ef að þú keyptir ekki slíka vernd þá endurgreiðum við samt sem áður alltaf flugvallarskattana.

Breyta dagsetningu

Ef að eitthvað óvænt kemur uppá og þú getur ekki notað flugið þitt á upprunalegri dagsetningu getur þú breytt fluginu með því að hafa samband við þjónustuteymið okkar.

Þú getur breytt fluginu þínu þangað til 1 klst. fyrir brottför á fluginu.

Ef að þú ákveður að breyta fluginu þínu þá þarftu að greiða breytingagjald fyrir hvern farþega á hvern fluglegg, auk fargjaldamismunar ef hann er til staðar.

  • Nýja flugið er dýrara en upprunalega flugið:
    Greitt er breytingagjald á hvern farþega og hvern fluglegg auk fargjaldamismunar.
  • Nýja flugið kostar það sama og upprunalega flugið:
    Greitt er breytingagjald á hvern farþega og hvern fluglegg.
  • Nýja flugið er ódýrara en upprunalega flugið:
    Greitt er breytingagjald á hvern farþega og hvern fluglegg. Fargjaldamismunur er ekki endurgreiddur.

Ef að þú hins vegar keyptir forfallavernd þá greiðir þú ekki breytingagjald svo lengi sem þú sendir okkur öll tilskilin skjöl innan 7 daga frá fluginu, en fargjaldamismun þarf alltaf að greiða ef að hann er til staðar.

Þú getur lesið nánar um forfallaverndina hér.