Skoða efni

Gátlisti fyrir ferðalög

Farþegar eru hvattir til að vera vel upplýstir og undirbúnir áður en ferðalagið hefst

Góð ráð fyrir ferðalanga á leiðinni í millilandaflug

  • Farþegar á leið til Íslands þurfa að forskrá komu sína. Nánari upplýsingar má finna hér.

Undirbúðu þig áður en ferðalagið hefst:

  • Vertu með grímu og hafðu nóg af aukagrímum til að endast á flugvellinum og um borð.
  • Gakktu úr skugga um að tengiliðaupplýsingar þínar séu réttar ef við þurfum að ná í þig.
  • Pakkaðu nesti fyrir ferðalagið (verslanir og veitingastaðir á flugvöllum gætu þurft að loka vegna sóttvarnatakmarkana).
  • Sæktu Rakning C-19 appið fyrir komu til Íslands.

Upplýsingar um ferla okkar um borð má sjá hér.

Ekki ferðast ef þú finnur einhver einkenni. Við erum öll almannavarnir.