Skoða efni

Get ég fengið sólblómaband á flugvellinum?

Já, á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur í samstarfi við fyrirtækið Hidden Disabilites býður nú farþegum með ósýnilega fötlun að fá sérstakt sólblómaband um hálsinn til að bera í gegnum flugstöðina.

Starfsfólk flugstöðvarinnar er meðvitað um að einstaklingar með slík bönd gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitsemi á ferð sinni um flugstöðina.

Það er ekkert mál að nálgast bandið, en það er gert annaðhvort við upplýsingaborð í komusal flugstöðvarinnar eða við innritunarborð afgreiðsluaðila.

Farþegar þurfa aldrei að gefa upp ástæðu þess af hverju þeir bera bandið.