Skoða efni

Flugi aflýst

Ef við þurfum að aflýsa flugi vegna ferðatakmarkana í tengslum við COVID-19 bjóðum við farþegum upp á eftirfarandi valkosti til að breyta bókun sinni:

  • Afbókaðu flugið og fáðu endurgreitt.
  • Afbókaðu flugið og fáðu endurgreitt í gjafabréfi PLAY sem gildir í eitt ár.
  • Breyttu ferðadagsetningum án þess að greiða breytingagjald. Aðeins er hægt að breyta í dagsetningar sem eru þegar auglýstar til sölu á vefsíðunni okkar.

Vinsamlegast athugið að það er mjög mikilvægt að allar tengiliðaupplýsingar séu rétt skráðar með bókuninni.

Ef við þurfum að tilkynna þér að flugi verði aflýst sendum við skilaboð í símanúmer eða tölvupóst í samræmi við þær upplýsingar sem þú skráðir með bókuninni þinni. Skilaboðunum fylgir hlekkur með þeim valmöguleikum sem tilgreindir eru hér að ofan.

Við munum síðan breyta bókun þinni í samræmi við það sem þú velur og láta þig vita þegar breytingarnar eru klárar.