Skoða efni

Ég missti af fluginu mínu af því ég var ekki með neikvætt COVID-19 próf. Hvað nú?

Allir farþegar bera ábyrgð á að fylgja reglum og takmörkunum í því landi sem þeir ferðast til og að verða sér úti um öll viðeigandi ferðagögn.

PLAY ber ekki ábyrgð á því ef farþegi getur ekki sýnt fram á neikvætt COVID-19 próf, gilt vottorð um bólusetningu eða nokkur önnur gögn sem áfangastaður viðkomandi gerir kröfu um. Farþegar ferðast á eigin ábyrgð og bera ábyrgð á að kynna sér og fylgja reglum og takmörkunum á sínum áfangastað.