Skoða efni

Hvaða ferðaskilríki þarf ég að hafa?

Allir farþegar verða að framvísa gildum vegabréfum eða gildum ferðaskilríkjum til að innrita sig í okkar flug. Þetta á við um foreldra, börn og ungbörn.

Ferðaskilríki

Athugið að það er ávallt á ábyrgð farþega að kynna sér reglur sinna áfangastaða um þær vegabréfsáritanir, heimildir og takmarkanir sem gilda um þeirra vegabréf.

Ferðast með tengiflugi í gegnum Keflavíkurflugvöll

Farþegar sem ferðast um Keflavíkurflugvöll á Íslandi, og hafa ekki vegabréf frá Schengen aðildarríki, þurfa Schengen-vegabréfsáritun ef vegabréf þeirra er ekki undanskilið áritun. Í flestum tilfellum þurfa ferðamenn sem millilenda aðeins á Keflavíkurflugvelli og halda för sinni áfram án þess að yfirgefa „transit area“ flugvallarins ekki Schengen-vegabréfsáritun en undantekningar eru þó á þeirri reglu, t.d. fyrir ferðamenn með vegabréf frá Afganistan, Bangladess, Lýðveldinu Kongó, Erítreu, Eþíópíu, Gana, Íran, Írak, Nígeríu, Pakistan, Sómalíu og Srí Lanka.

Þeir farþegar sem heimsækja Ísland áður en haldið er áfram í tengiflug þurfa að ganga úr skugga um að þeir séu með Schengen-áritun ef þess er krafist áður en komið er inn í landið. Frekari upplýsingar má nálgast hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Bandarískir ríkisborgarar með gilt bandarískt vegabréf (blátt vegabréf) geta ferðast innan Schengen svæðisins í allt að 90 daga án þess að þurfa að sækja um eða hafa Schengen-vegabréfsáritun. Frekari upplýsingar er að finna hér.

Athugið að farþegar með íslensk vegabréf þurfa ekki Schengen-vegabréfsáritun.

Ferðast til Bretlands

Gildistími vegabréfsins þarf að ná yfir tímann sem á að dvelja í landinu.
Það er á ábyrgð ferðamannsins að afla upplýsinga um nauðsynleg ferðaskilríki, vegabréfsáritanir og ferðaleyfi sem þarf fyrir hvern áfangastað. Frekari upplýsingar er að finna hér.

Vinsamlega athugaðu að Bretland krefst aukinna upplýsinga um farþega áður en þangað er flogið. Þessar upplýsingar kallast API (Advanced Passenger Information). Þessum upplýsingum er hægt að skila inn í gegnum MyPLAY eða í vefinnritun. Eyðublaðið eru sáraeinföld pappírsvinna en fyrir þá sem kunna vegabréfsnúmerin sín, augnlit og hæð ekki utanbókar borgar sig að hafa vegabréfið uppi við.

Ferðast til Bandaríkjanna

Íslenskir ríkisborgarar eru undanþegnir vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Til að nýta sér þá undanþágu (Visa Waiver Program) þurfa farþegar að sækja um rafrænu ferðaheimildina ESTA (Electronic System Travel Authorisation). Sækja þarf um ESTA-heimildina í síðasta lagi 72 klst. fyrir brottför til Bandaríkjanna. Athugið að farþegar sem hafa hvorki vegabréfsáritun né ESTA eiga á hættu að vera neitað að koma um borð í flug til Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar og hlekkur á ESTA-umsóknina er að finna hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Ferðalög innan Schengen-svæðisins

Ekki eru gerðar kröfur um vegabréf þegar ferðast er á milli landamæra innan Schengen-svæðisins. Þó þarf alltaf að framvísa gildum skilríkum sem gefin eru út af yfirvöldum í hverju landi en á Íslandi flokkast ökuskírteini (þ.m.t. rafræn ökuskírteini) undir slík skilríki.