Skoða efni

Hvað er þetta PCR próf og af hverju þarf ég það?

Prófið leitar að erfðaefni veirunnar (kjarnsýru, RNA) og ef það finnst telst prófið jákvætt (en annars neikvætt). Niðurstöður fást á nokkrum klukkustundum eða næsta dag.

Sleppa seinni sóttkví

Farþegar með viðurkennt bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu þurfa aðeins að vera í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða berst úr sýnatöku á landamærunum.

Mótefnavottorð þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Að vera á íslensku, dönsku, norsku, sænsku eða ensku.

Fornafn og eftirnafn (eins og í ferðaskilríkjum).

Fæðingardagur.

Hvenær sýnataka fór fram (dagsetning).

Hvar sýnataka fór fram (land/borg/heimilisfang).

Heiti rannsóknarstofu/útgefanda vottorðs.

Dagsetning vottorðs.

Símanúmer hjá þeim aðila sem er ábyrgur fyrir útgáfu vottorðsins eða rannsóknarstofu.

Tegund prófs (PCR-próf eða mótefnamæling með ELISA blóðvatnsprófi**).

Niðurstaða rannsóknar (PCR-próf jákvætt fyrir SARS-CoV-2 eða mótefni til staðar).

Ekki er tekið við mótefnavottorðum ef eingöngu var mælt mótefni gegn S-prótíni eftir að bólusetningar hófust (rannsókn gerð 1.1.2021 eða síðar).

Bóluefnavottorð þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Að vera á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, ensku eða frönsku. Vottorð á öðru tungumáli má taka gilt ef þýðing stimpluð af löggildum skjalaþýðanda fylgir á einu af tungumálunum sem krafist er.

Fornafn og eftirnafn (sambærilegt við ferðaskilríki).

Fæðingardagur.

Heiti sjúkdóms sem bólusett var gegn (COVID-19).

Hvenær og hvar bólusetningar fóru fram.

Skilyrði er að bólusetningu sé lokið; fjöldi skammta skal vera i samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.

Upplýsingar um útgefanda vottorðs (heilbrigðisstarfsmann/stofnun), með undirskrift ef alþjóðabólusetningaskírteinið.

Heiti bóluefnis

Framleiðandi bóluefnis og lotunúmer

Nánari upplýsingar má nálgast hérHlekkur opnast í nýjum flipa.