Skoða efni

Markmið PLAY er að takmarka alla sameiginlega snertifleti og fjarlægð milli einstaklinga samhliða því að bjóða uppá óaðfinnanlega og góða þjónustu.

Gengið um borð

Farþegar eru beðnir um að hafa vegabréf og brottfararspjald tilbúið til staðfestingar áður en gengið er um borð.

Við biðjum farþega sérstaklega að halda vegabréfi og brottfararspjaldi sýnilegu fyrir starfsfólkið. Þannig tryggjum við snertilausa upplifun.

Ef þannig vill til að við þurfum að taka við vegabréfi verður sú snerting takmörkuð eftir fremsta megni og boðið upp á sótthreinsun við alla snertifleti. Allir ferlar á flugvellinum eru hannaðir til að vera snertilausir en við munum ávallt aðstoða farþega okkar ef á þarf að halda og við hjálpumst öll að við að tryggja öryggis hvors annars.

Við mælum með handþvotti og handspritti eftir að farþegar hafa farið í gegnum almenn rými og snertifleti.

Handfarangur

Við mælum með að farþegar ferðist létt og innriti allan farangur.

Athugið að farþegar bera ábyrgð á að koma sínum handfarangri fyrir í farangursgeymslu í farþegarými. Vegna COVID-19 reglna um fjarlægðir, takmarkar starfsfólk okkar um borð alla snertingu við farangur farþega okkar.

Við mælum með handþvotti og handspritti eftir að farþegar hafa farið í gegnum almenn rými og snertifleti.