Skoða efni

Að ferðast með sérfarangur

Allur farangur sem er ekki ferðataska og getur ekki talist „venjulegur farangur” er sérfarangur

Sérfarangur

Sérfarangur getur til dæmis verið golfsett, skíði, barnavagn/kerra eða hljóðfæri.

Hér fyrir neðan getur þú fundið upplýsingar um sérfarangur og ólíka hluti sem að þú getur bókað. Athugaðu að ef að þú ferðast með hjól, golfsett, skíði eða barnavagn þá þarf að bóka það sem slíkt.

Venjulegur sérfarangur

Þú getur bætt venjulegum sérfarangri við bókunina þína. Venjulegur sérfarangur er farangur sem er stærri en 90x65x45 cm, eða ferðataska í óvenjulegum stærðarhlutföllum. Hámarksstærð er 180x124 cm og 20 kg.

Stór sérfarangur

Ef hluturinn er of stór til að teljast venjulegur sérfarangur er hægt að bóka hann sem stóran sérfarangur. Hann má að hámarki vera 277x75x65 cm og 32 kg.