Skoða efni

Aukinn sveigjanleiki vegna COVID-19

Sérstakar ráðstafanir PLAY vegna COVID-19.


Athugið að þessir skilmálar eru tímabundin ráðstöfun og geta tekið breytingum.

Að bóka flug

Við skiljum að aðstæður geta breyst og að það getur verið stressandi að skipuleggja ferðalög í heimsfaraldri.

Við reynum að tryggja eftir fremsta megni að þín ferðaupplifun sé góð og að þú getir bókað áhyggjulaust flug með hliðsjón af sveigjanlegu COVID-19 skilmálunum okkar.

Aukinn sveigjanleiki

Aukinn sveigjanleiki tryggir að farþegar geta breytt flugdagsetningum án þess að greiða breytingagjald. Alltaf þarf að greiða fyrir mun á fargjaldi og farþegar geta aðeins breytt bókun í flug sem er komið í sölu á síðunni okkar.

Smáa letrið:

  1. Þessir skilmálar eru tímabundin ráðstöfun og geta tekið breytingum.
  2. Hægt er að breyta dagsetningum án breytingagjalds þar til 24 tímar eru í upprunalegt flug. Þegar innan við 24 tímar eru í upprunalega brottför þarf að greiða breytingagjald. Til þess að senda inn beiðni um breytingu á flugi, vinsamlegast smellið hér.
  3. Farþegar geta breytt í hvaða flug sem er til sama áfangastaðar sem er komið í sölu á www.flyplay.com.

Við bendum á mikilvægi þess að hafa réttar tengiliðaupplýsingar skráðar í bókun svo að við getum haft samband ef eitthvað breytist.

Þarftu að hætta við flugið þitt?

Þurfi farþegi að hætta við flug má afbóka bókanir sem gerðar voru fyrir 30. september, 2021 og fá það endurgreitt í gjafabréfi PLAY sem gildir í eitt ár.

Smáa letrið:

  • Heildarupphæð bókunarinnar er breytt í gjafabréf sem hægt er að nota sem greiðslu í aðra bókun á okkar heimasíðu.
  • Greiðandi bókunar þarf að senda inn beiðni frá netfangi sem er skráð í bókun. Ef greiðandi og aðal tengiliður bókunnar er ekki sami aðili þarf að koma beiðni frá greiðandanum sjálfum.
  • Gjafabréfið er afhent sem viðhengi í tölvupósti og gildir gjafabréfakóðinn í 1 ár.

Vinsamlegast smellið hér til að fylla út beiðni um afbókun eða breytingu á flugi.

Um bókanir sem gerðar eru eftir 30. september, 2021 gilda almennir skilmálar um afbókanir.

Athugið að útgáfa gjafabréfa gæti tekið allt að 48 tímum og er ekki afgreidd um helgar. Við þökkum skilninginn á því.

Bókaðir þú flug í gegnum þriðja aðila?

Farþegar sem bókuðu hjá þriðja aðila eða í gegnum ferðaskrifstofu verða að hafa beint samband við útgefanda miðans til þess að óska eftir endurgreiðslu og/eða breytingum.