Skoða efni

Ferðast um flugvöllinn

Hafðu upplýsingar um takmarkanir og reglur á þínum áfangastað á hreinu.

Farþegar sem ferðast um flugvelli eru beðnir um að:

 1. Viðhalda tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki og halda sig með ferðafélögunum.
 2. Ganga með grímu öllum stundum*
 3. Þvo sér vandlega um hendur með sápu og nota sótthreinsandi sem má finna víða á flugvellinum.

*Nema annað sé sérstaklega tekið fram á viðkomandi flugvelli.

Allir starfsmenn þurfa að fylgja ströngum sóttvarnareglum.

Öll yfirborð eru þvegin og sótthreinsuð oft á dag, þ.m.t. allir snertifletir:

 • Sjálfsafgreiðslustöðvar
 • Innritunarborð
 • Handrið
 • Salerni
 • Biðsalir
 • Veitingasvæði
 • Vegabréfseftirlit
 • Brottfararhlið
 • Þjónustuborð
 • Kerrur
 • Hjólastólar
 • Aðrir helstu snertifletir

Ekki ferðast ef þér líður ekki vel - meira að segja minniháttar einkenni geta ógnað öðrum farþegum og starfsfólki.

Við erum öll almannavarnir.

Öryggisleit

Allir farþegar þurfa að nota grímur og viðhalda tveggja metra fjarlægð frá öðrum en ferðafélögum sínum.

Athugaðu að þú gætir þurft að snerta bakka til að koma persónulegum eigum þínum í gegnum öryggisleit.

Við mælum með handþvotti og handspritti eftir að farþegar hafa farið í gegnum almenn rými og snertifleti.

Fríhöfn og veitingastaðir

Allir farþegar þurfa að nota grímur og viðhalda tveggja metra fjarlægð frá öðrum en ferðafélögum sínum.

Við getum ekki ábyrgst það að farþegar geti keypt sér mat og drykk þar sem að veitingastaðir og verslanir gætu verið lokaðar vegna COVID-19 takmarkana. Við mælum með því að fólk mæti undirbúið og komi með nesti, sérstaklega þeir farþegar sem ferðast með ung börn. Við minnum farþega á að kaupa drykki eða fylla á vatnsbrúsa eftir öryggisleit.

Við mælum með handþvotti og handspritti eftir að farþegar hafa farið í gegnum almenn rými og snertifleti.