Skoða efni

Aukinn sveigjanleiki vegna COVID-19

Sérstakar ráðstafanir PLAY vegna COVID-19.


Athugið að þessir skilmálar gilda aðeins um bókanir sem gerðar voru fyrir 2. ágúst, 2022.

Aukinn sveigjanleiki

Aukinn sveigjanleiki tryggir að farþegar geta breytt flugdagsetningum án þess að greiða breytingagjald. Alltaf þarf að greiða fyrir mun á fargjaldi og farþegar geta aðeins breytt bókun í flug sem er komið í sölu á síðunni okkar.

Smáa letrið:

  1. Þessir skilmálar gilda aðeins um bókanir sem gerðar voru fyrir 2. ágúst, 2022.
  2. Hægt er að breyta dagsetningum án breytingagjalds þar til 24 tímar eru í upprunalegt flug. Þegar innan við 24 tímar eru í upprunalega brottför þarf að greiða breytingagjald. Til þess að senda inn beiðni um breytingu á flugi, vinsamlegast smellið hér.
  3. Farþegar geta breytt í hvaða flug sem er til sama áfangastaðar sem er komið í sölu á www.flyplay.com.

Við bendum á mikilvægi þess að hafa réttar tengiliðaupplýsingar skráðar í bókun svo að við getum haft samband ef eitthvað breytist.

Bókaðir þú flug í gegnum þriðja aðila?

Farþegar sem bókuðu hjá þriðja aðila eða í gegnum ferðaskrifstofu verða að hafa beint samband við útgefanda miðans til þess að óska eftir endurgreiðslu og/eða breytingum.