Skoða efni

Fjölmiðlatorg

Hvað er að frétta?

Hér finnur þú fréttir, fréttatilkynningar, markaðsefni og tengiliðaupplýsingar.

Stíllinn okkar

Hér má m.a. nálgast vörumerki okkar, myndir af flugvélum, myndir af starfsmönnum og skipurit. Öll notkun á merkjum og efni PLAY er óheimil án leyfis frá pr@flyplay.comHlekkur opnast í nýjum flipa.

Tengiliðir

Director Communications

Nadine Guðrún Yaghi

nadine@flyplay.comHlekkur opnast í nýjum flipa

Sími: 772-7334

Fyrirspurnir frá fjölmiðlum

Fjölmiðlafulltrúar okkar eru til þjónustu reiðubúnir. Sendið línu á pr@flyplay.comHlekkur opnast í nýjum flipa.

Athugið að PR svarar aðeins fjölmiðlatengdum spurningum.

Ekki missa af neinu

Hvað er að gerast hjá PLAY? Hér má finna nýjustu fréttir og fréttatilkynningar

Yfir 100.000 flugu með PLAY á hálfu ári

7. janúar 2022

101.053 farþegar flugu með PLAY í yfir þúsund flugferðum á fyrstu sex mánuðum félagsins í rekstri. Sætanýting á tímabilinu var 53,2% sem verður að teljast góður árangur í ljósi mjög krefjandi aðstæðna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og í samanburði við önnur nýstofnuð flugfélög í Evrópu og Norður-Ameríku.

PLAY til Boston og Washington D.C.

16. desember 2021

Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Boston og Washington D.C. í Bandaríkjunum. Fyrsta flug PLAY til Washington verður 20. apríl á næsta ári og 11. maí til Boston. PLAY mun fljúga til Logan flugvallar í Boston og Baltimore/Washington International flugvallar á milli Baltimore og Washington D.C.

Ný bókunarvél PLAY

15. desember 2021

PLAY hefur sett í loftið nýja bókunarvél sem er fyrsti áfangi í metnaðarfullri stafrænni vegferð félagsins. Verkefnið var unnið í samstarfi við upplýsingatæknifyrirtækið AviLabs og vefhönnunarfyrirtækið Mito Digital.

Annar besti mánuður PLAY frá upphafi rekstrar og sterk bókunarstaða til lengri tíma

7. desember 2021

PLAY flutti 16.689 farþega í nóvember og sætanýting var 58,3%, samanborið við 67,7% í október. Þróunin í nóvember var mjög jákvæð þar til ný bylgja kórónuveirunnar skall á hér á landi og í Evrópu um miðjan mánuðinn sem hafði áhrif á eftirspurn. 

PLAY bætir Dyflinn, Madríd og Brussel við leiðakerfið

2. desember 2021

Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína, Dyflinn á Írlandi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu.

Ný flugvél bætist í flota PLAY beint frá Airbus

24. nóvember 2021

PLAY fékk nýjustu flugvél félagsins, TF-PPA, afhenta í gær, beint frá framleiðandanum Airbus. Vélin var afhent við hátíðlega athöfn í verksmiðju Airbus í Hamburg í Þýskalandi.

PLAY aircraft
PLAY aircraft

PLAY hefur undirritað samning um leigu á tveimur nýjum flugvélum

18. nóvember 2021

PLAY hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann China Aircraft Leasing Company (CALC) um leigu á tveimur A320neo flugvélum. Vélarnar verða afhentar PLAY í næstu viku og verða í kjölfarið málaðar og aðlagaðar að þörfum félagsins.

Fjórir nýir áfangastaðir í sumaráætlun PLAY

10. nóvember 2021

Flugfélagið PLAY hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína, Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi.

Hraustlegur vöxtur í sætanýtingu og PLAY opnar útibú í Litháen

4. nóvember 2021

Á þriðja ársfjórðungi einblíndi PLAY á uppbyggingu rekstrar með öryggi og velgengni að leiðarljósi. Í júlí var sætanýting 41,7% þegar PLAY flutti 9.899 farþega sinn fyrsta heila mánuð í háloftunum.

Lilja ráðin til PLAY

1. nóvember 2021

Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárog áhættustýringar hjá PLAY. Lilja verður hluti af stjórnendateymi fjármálasviðs PLAY og mun bera ábyrgð á daglegum rekstri fjár- og áhættustýringar.

Rakel Eva Sævarsdóttir, Director of Sustainability and Corporate Social Responsibility

Rakel Eva ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá PLAY

25. október 2021

Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá PLAY. Í því starfi mun hún móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. Rakel Eva tekur til starfa í byrjun nóvember.

PLAY hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

15. október 2021

LAY hlaut fyrir helgi viðurkenningu Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) árið 2021. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni á vegum FKA og miðar verkefnið að því að jafna hlutföll kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja.

Þrír nýir áfangastaðir hjá PLAY

12. október 2021

Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Skandinavíu við sumaráætlun sína. Um er að ræða Stafangur og Þrándheim í Noregi ásamt Gautaborg í Svíþjóð.

Aukin eftirspurn og nýir áfangastaðir

7. október 2021

PLAY flutti 15.223 farþega í september. Sætanýting var 52,1% samanborið við 46% í ágúst. Betri sætanýting endurspeglar aðlögun félagsins á framboði í flugáætlun í september og aukna eftirspurn.

PLAY auglýsir eftir hundrað flugliðum

PLAY auglýsir eftir hundrað flugliðum

28. september 2021

PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. Um er að ræða stærstu ráðningu félagsins í einu vetfangi en með þessu tvöfaldast fjöldi starfsmanna PLAY.

Tatiana Shirokova

Tatiana Shirokova gengur til liðs við PLAY sem forstöðumaður sölusviðs

23. september 2021

Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs PLAY og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október.

PLAY bætir við Amsterdam í vetraráætlun

23. september 2021

Flugfélagið PLAY hefur bætt Amsterdam í Hollandi við vetraráætlun sína. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá og með 3. desember.

PLAY hefur undirritað samning um leigu á fjórum nýjum flugvélum

21. september 2021

PLAY hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. Vélarnar verða afhentar frá hausti 2022 til vors 2023.

PLAY aftur stundvísasta flugfélagið

7. september 2021

PLAY var stundvísasta félagið á Keflavíkurflugvelli í ágúst, annan mánuðinn í röð, með 98% flugferða á réttum tíma.

PLAY sækir um leyfi til farþegaflutninga til Bandaríkjanna

PLAY sækir um leyfi til farþegaflutninga til Bandaríkjanna

23. ágúst 2021

PLAY hef­ur lagt inn um­sókn til banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda um heim­ild til farþega­flutninga til og frá land­inu. Stefnt er að því að hefja flug til Bandaríkjanna næsta vor.

Fyrsti mánuður PLAY á flugi gekk mjög vel

Fyrsti mánuður PLAY á flugi gekk mjög vel

9. ágúst 2021

Árangur PLAY í júlí, fyrsta mánuðinum í fullum rekstri félagsins, var mjög góður miðað við stöðuna á markaði og það að félagið er rétt að hefja starfsemi sína.  Stærsta markmið PLAY var að hefja flugrekstur sinn með faglegum hætti, veita örugga og góða þjónustu og tryggja ánægju viðskiptavina sinna.  

Jóhann Pétur Harðarson

Jóhann Pétur Harðarson ráðinn lögfræðingur PLAY

6. ágúst 2021

Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur PLAY. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí.

Steinar Þór Ólafsson

Steinar Þór ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá PLAY

1. júlí 2021

Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí.

Steinar Þór kemur til PLAY frá Viðskiptaráði Íslands en áður starfaði hann sem markaðsstjóri Skeljungs og stýrði stafrænni markaðssetningu hjá N1.

PLAY aircraft

Neikvætt COVID-19 próf forsenda þess að farþegar á leið til Íslands fari um borð hjá PLAY

28. júlí 2021

Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun PLAY ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt COVID-19 próf við innritun.

PLAY winglet

Áttföld eftirspurn í hlutafjárútboði Fly Play hf.

25. júní 2021

Mikil eftirspurn var í hlutafjárútboði Play sem lauk klukkan 16.00 í dag, föstudaginn 25. júní 2021. Í dag kl. 16 lauk hlutafjárútboði á alls 221.906.800 nýjum hlutum í Fly Play hf sem nemur um 4,3 milljörðum króna.

PLAY crew uniforms

PLAY kynnir einkennisfatnað flugfélagsins

8. júní 2021

Það er óhætt að segja að einkennisfatnaður PLAY boði breytta tíma í ásýnd áhafna. Hönnuðirnir eru Gunni Hilmars og Kolbrún Petrea Gunnars sem skiluðu af sér frábærri línu í anda fyrirtækisins.

Meðfylgjandi er sýnishorn af dýrðinni en áhafnarmeðlimir sýndu áður óþekkta takta með karatespörkum og jógapósum í myndatökunni enda ekkert sem hélt aftur af þeim.

Salan er hafin hjá PLAY

Salan er hafin hjá PLAY

18. maí 2021

PLAY hóf sölu farmiða snemma í morgun og hefur aðsókn verið mikil á vefsíðu flugfélagsins. Fyrstu sjö áfangastaðir PLAY eru Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, París og Tenerife. Núverandi flugáætlun gildir út apríl 2022. Fyrsta flug félagsins verður til London Stansted 24. júní.

PLAY fær flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu

16. maí 2021

„Undanfarnar vikur hefur flugvirki á vegum PLAY verið í Houston til að undirbúa vélina til afhendingar fyrir okkur en í vikunni bættust í hópinn fleiri flugvirkjar, áhöfn og fulltrúar Samgöngustofu til að taka vélina út fyrir íslenska skráningu sem lauk svo seint í gærkvöldi, á íslenskum tíma, með flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu en Arnar Már Magnússon, einn stofnenda PLAY og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur haft veg og vanda að ferlinu undanfarna mánuði,“ segir Birgir Jónsson forstjóri PLAY.

Þóra til liðs við framkvæmdastjórn PLAY

10. maí 2021

Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY.

Í starfi sínu mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið félagsins sem og að leiða skráningu PLAY á Nasdaq First North Iceland markaðinn. Þóra kemur frá Icelandair og tekur til starfa á næstu dögum.

Georg til liðs við framkvæmdastjórn PLAY

6. maí 2021

Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sölu- og Markaðssviðs PLAY. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. Georg tekur til starfa á næstu vikum.