Skoða efni
Ódýr flug til Stuttgart

Stuttgart

Ódýr flug til Stuttgart

Í suðurhluta Þýskalands er að finna borg þar sem framsækin tækni og hönnun rennur saman við endurreisnararkitektúr og hámenningu, borg sem er full af fáguðum byggingum, söfnum, óperum, höllum, vínekrum innan borgarmarkanna og sýningarsölum sem eru troðfullir af sportbílum. Þetta er að sjálfsögðu hin stórkostlega Stuttgart og hún leynir á sér.

Stuttgart er engin venjuleg bílaborg. Bílar og mótorhjól voru fundin upp í Stuttgart af sjálfum Karl Benz. Þessi vagga sjúklega svala sportbílsins er stolt af skínandi svölum bílamerkjunum sínum. Framleiðendur í dýrasta verðflokki, s.s. Porsche, eru hér með höfuðstöðvar sínar og hvort sem fólk hefur ástríðu fyrir bílum eða kann bara að meta fallega hönnun og sögu mælum við sérstaklega með Mercedez-Benz safninu.

En þetta eru bara fyrsti kynni. Á fyrsta degi í Stuttgart kemur í ljós að þetta er alþjóðleg stórborg, full af skemmtilegum andstæðum sem lifa hér í sátt og samlyndi. Það er sérstaklega áberandi í byggingarlistinni. Stuttgart, líkt og margar þýskar borgir, skemmdist illa í loftárásum í seinni heimsstyrjöldinni en borgaryfirvöld hafa gert upp margar fallegustu byggingarnar og þeirra á milli má finna undurfagrar nýbyggingar og glæsilegan samtímaarkitektúr.

Stuttgart er líka eina borg Þýskalands þar sem vínviður er ræktaður innan borgarmarkanna og vínið hér þykir ekki síðra en bílarnir. „Eftir einn ei aki neinn“ á við hér eins og annars staðar en í Stuttgart er tilvalið að keyra glæsilegan sportbíl að borgarvínekru til að fara í fyrsta flokks vínsmökkun. Taktu bara leigubíl heim eða gakktu eftir glæsilegu strætunum í gömlu borginni.

Stuttgart er fjölbreytt fjölmenningarborg með háu hlutfalli innflytjanda og mælist ítrekað mjög hátt á lista yfir lífsgæði og öryggi. Glæpatíðni hér er í algjöru lágmarki og Stuttgart þykir ein öruggasta borg Þýskalands enda þykir hún í alla staði frábær gestgjafi. En ef glansandi stórborgarlífið verður þreytandi er ævintýralegur Svartiskógur steinsnar frá Stuttgart, fullur af senum úr Grimms-ævintýrum, gauksklukkum og undurfögrum sveitaþorpum.

Stuttgart er í raun fullkominn áfangastaður, hvort sem þú sækir hana heim fyrir vínið, bílana, söguna eða framúrskarandi hönnunina.