Skoða efni

New York

Ódýrt flug til New York

Allir þekkja Stóra eplið, borgina sem aldrei sefur, New York. Íbúar New York eru um 9 milljónir og árið 2019 voru gestir nærri 70 milljónir enda er þetta líklega ein líflegasta borg í heimi og Mekka allra heimsborgara með sjálfsvirðingu. Hvert einasta götuhorn minnir á atriði úr bíómynd og fólk sem heimsækir Manhattan í fyrsta sinn finnst hún oft furðulega kunnugleg. Borgin er ekkert minna spennandi fyrir vikið en í stað þess að skrifa langlokur um Central Park, Frelsisstyttuna, æðisleg söfn, frábæra veitingastaði og magnaða skemmtistaði ætlum við að nálgast New York frá nýju sjónarhorni.

Við bjóðum nú ódýrt flug til New York Stewart International Airport sem er nýstárleg nálgun. Flugvöllurinn er í aðeins 75 mínútna fjarlægð frá Times Square en þessi litli flugvöllur er í suðvesturhluta Hudson-dals sem er algjör paradís í New York fylki. Á svæðinu má finna lúxusheilsulindir, endalausa útivistarafþreyingu, frábær skíðasvæði og úrval bátsferða á ánni Hudson. Hér er að finna ódýrari gistingu í gullfallegri náttúru. Það sakar ekki að það er stutt að fara í heimsins stærsta Legoland og eina stærstu og vinsælustu outlet-verslunarmiðstöð Bandaríkjanna, Woodbury Common og svo er Manhattan alltaf skammt undan.

New York fylki hefur upp á svo margt að bjóða hvort sem gestir eru að leita að náttúrufegurð, söguslóðum, ævintýralegum verslunarleiðangri, Legó fyrir lengra komna, skemmtigörðum eða heimsins mest spennandi borg. Finndu þér ódýrt flug til New York í bókunarvélinni okkar og fljúgðu á þægilegan flugvöll, bókaðu ódýrari gistingu, njóttu alls sem fylkið hefur upp á að bjóða eða taktu rútuna inn á Manhattan og leiktu þér meira því þú borgaðir miklu minna.

Stewart Airport Express

Stewart Airport Express

Flugrúta til Manhattan!

Stewart Airport Express rútan fer beina leið á milli Stewart-flugvallar og miðborgar New York og er rekin í samræmi við komur og brottfarir PLAY. Þetta er auðveld, ódýr og þægileg leið á milli Manhattan og Stewart.

Verslunarleiðangurinn mikli

Verslunarleiðangurinn mikli

PLAY bloggið

Ertu á leið til New York og gætir hugsað þér að versla dálítið í leiðinni? Ef þú flýgur til New York Stewart flugvallar, er tilvalið að koma við í Woodbury Common. Þessi verslunarmiðstöð fyrir lengra komna er ein sú vinsælasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum en hér er að finna fínustu merkjavöru á útsöluverði.