Skoða efni

Liverpool

Ódýrt flug til Liverpool

Bítlaæði og fullt af fótbolta

Verið velkomin til frægustu hafnarborgar Englands og sögulegrar tengingar þjóðarinnar við umheiminn. Liverpool situr við bakka Mersey-ár og óx hratt öldum saman sem verslunar- og viðskiptamiðja Englands sem er greinilegt í gríðarlegum fjölda glæsilegra bygginga í borginni. Í dag er Liverpool 500.000 manna borg sem vegna ótrúlegra atburða fyrir u.þ.b. 60 árum og vinsælda ákveðinnar íþróttar er ekki lengur þekkt fyrst og fremst fyrir skipasiglingar og verslun.

Við erum að sjálfsögðu að tala um hljómsveitina Bítlana og heimsins vinsælustu íþrótt, fótbolta, en hvort tveggja trekkir að gríðarlegan fjölda ferðamanna til Liverpool árlega.

Þótt pílagrímsferð til Liverpool sé á dagskrá hjá öllum Bítlaaðdáendum gera fáir sér grein fyrir því hversu samofin borgin er mörgum lögum hljómsveitarinnar. Hér er hægt að ganga um Penny Lane, virða fyrir sér garðskálann sem var innblástur að plötunni Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band og meira að segja votta Eleanor Rigby virðingu sína við gröf hennar í kirkjugarðinum þar sem John og Paul spókuðu sig um á unglingsárunum. Áhrif Bítlanna og saga hljómsveitarinnar eru áþreifanleg í hverju skrefi og hvort sem þú ert aðdáandi eða ekki verður fljótt ljóst hversu stórt spor tónlist þeirra markaði og hversu áhrifamikil hún er enn þann dag í dag.

Nútímahönnun og söfn á heimsmælikvarða

Og þá er ekki allt upptalið. Fótboltabullur og föruneyti þeirra eru sannarlega á heimavelli í Liverpool því tvö lið borgarinnar eru í meistaradeildinni. Liðin Liverpool og Everton eiga sér risastóra aðdáendahópa um allan heim og þeir sem hafa áhuga á að sjá töfrandi knattspyrnu með eigin augum á heimavelli uppáhaldsliðanna sinna gætu ekki valið betri borg en Liverpool og vellina Anfield og Goodison Park.

En hvað með þá sem fíla ekki sögu, tónlist, íþróttir eða gömul glæsihýsi? Engar áhyggjur, Liverpool er líka sneisafull af áhugaverðum nútímasöfnun, almenningsgörðum sem margir hverjir þykja á heimsvísu, gríðarlegu úrvali af nútímaarkitektúr og það allra besta, Liverpúllurum með sinn einstaka hreim og skemmtilegu framkomu. Röltu bara inn á næstu krá, spjallaðu við vinalega heimamenn og leyfðu ljúfu Liverpool að töfra þig upp úr fótboltaskónum.