Skoða efni
Alicante

Alicante

Ódýr flug til Alicante

Þessi sérstaka borg á suðausturströnd Spánar er verðugur áfangastaður fyrir alla ferðalanga. Alicante er best þekkt fyrir sólríkar strendur og hressandi næturlíf en höfum það á hreinu að borgin er mun fjölbreyttari en flesta grunar.

Góð byrjun á fríinu í Alicante er að hlaða batteríin í sólbaði á ströndinni á daginn og sötra metnaðarfullra kokkteila á barnum á kvöldin. Að því loknu halda forvitnir ferðamenn mögulega inn í gamla bæinn eða Barrio de la Santa Cruz, til að ráfa um gamlar sjarmerandi göturnar. Eftir góðan verslunarleiðangur í krúttlegum búðum við litríkar götur er góð hugmynd að detta inn á næsta veitingastað. Þessi hafnarborg er jú þekkt fyrir framúrskarandi sjávarrétti og æðislegt tapas.

Þótt Alicante sé vissulega góður kostur fyrir lífskúnstnera þarf ekki allt að snúast um botnlausar nautnir í fríinu. Menningarvitarnir geta haldið upp að kastala Santa Barbara, virkinu sem situr efst á Benacantil-fjalli sem trónir yfir borginni sem eitt helsta kennileiti hennar. Það má meira að segja næla sér í far ef fjallganga er ekki í kortunum.

Hressari ferðafélagar sem þurfa að bæta skrefafjöldann og forgjöfina geta kíkt á einhvern af heimsfrægu golfvöllum Alicante eða rúntað um fjölmargar hjólaleiðir og stíga og drukkið í sig glæsilegt útsýnið.

Ævintýrafólkið ætti að halda niður á strönd og skoða hvað Miðjarðarhafið hefur upp á að bjóða fyrir spennufíkla, íþróttafólk og þá sem þyrstir einfaldlega í nýja upplifun. Köfunarnámskeið, sæköttur, brimbretti og gamla góða vindsængin. Hér er sannarlega eitthvað fyrir alla.

Ef þú veist bara að þú þarft að komast í frí í sólinni en ert ekki viss hvert ferðinni skal heitið, er Alicante fullkominn áfangastaður sem hefur upp á svo margt að bjóða. Og ekki skemmir þetta fullkomna veðurfar fyrir. Mundu bara eftir sólarvörninni!