Skoða efni
9. Feb 2023

Ódýra leiðin til Feneyja

Feneyjar eru einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi. Þessi goðsagnakennda borg á sér rúmlega 1200 ára sögu en hún er fyrir löngu orðin heimsfræg fyrir magnaðan arkítektúr, sögufræg minnismerki og guðdómlegar gondólasiglingar. Feneyjar eru eyjaklasi í norðausturhluta Ítalíu en gullfallegar byggingarnar, einstakir kanalar og bátarnir sem ferðast um þá hafa gert borgina að einni mestu fegurðardrottningu Evrópu.

Í Feneyjum er líka að finna gróskumikla tónlistar-, lista- og menningarsenu sem er augljóst í gríðarlegu úrvali af hátíðum, tónleikum, galleríum og söfnum. Borgin getur vissulega verið dýr vegna þessarar stöðu sinnar og vaxandi eftirspurnar eftir lúxus í fríinu en það má sannarlega njóta þess allra besta í Feneyjum án þess að eyða um efni fram þar sem það besta í Feneyjum er oftar en ekki ókeypis.

Lestu meira um topp sex ódýrustu afþreyingarnar í Feneyjum á Ítalíu:

1. Sjáðu magnað útsýnið úr Markúsarkirkju

Eitt frægasta kennileiti Feneyja er Markúsarkirkja en það er einmitt ókeypis að skoða þessa mögnuðu byggingu. Smávægilegt gjald er tekið fyrir að fara upp í kirkjuturninn en það er vel þess virði því útsýnið þaðan er hreint út sagt ógleymanlegt.

Kirkjan var upprunalega byggð á 9. öld en hefur verið stækkuð og endurbyggð nokkuð oft. Þetta þykir eitt fallegasta dæmi um býsanska byggingarlist í heimi. Þótt kirkjan sé sannkölluð stórstjarna að utan eru innviðir hennar ekki síður áhrifamiklir þar sem hægt er að dást að glitrandi mósaík, fallegum listmunum og skreyttu marmaragólfinu.

 

Heimilisfang: P.za San Marco, 328, 30100 Venezia VE, Ítalía

Vefsíða: http://www.basilicasanmarco.it/informazioni-per-i-turisti/orari-di-apertura/?lang=enHlekkur opnast í nýjum flipa

Piazza San Marco with the Basilica of Saint Mark and the bell tower of St Mark's Campanile (Campanile di San Marco) in Venice, Italy
Venice,The Rialto Bridge , Ponte di Rialto buildings near the canal, Italy

2. Taktu myndir við Rialto-brú

Annað heimsfrægt og ókeypis kennileiti sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara er brúin Rialto sem liggur yfir „breiðsíkið“ Canal Grande. Rialto-brú er ein elsta brú borgarinnar en byggingu hennar lauk árið 1591. Brúin var gerð af verkfræðingum til að taka við af gamalli trébrú sem átti það til að hrynja og var of þröng fyrir mikla umferð fótgangandi.

Af brúnni er stórfenglegt útsýni yfir borgina og þetta er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem vilja taka fullkomna mynd úr fríinu fyrir samfélagsmiðla. Það borgar sig að mæta snemma á morgnanna því hér er enginn skortur á fólki eftir því sem líður á daginn. Allt í kringum brúna er síðan fullt af frábærum mörkuðum, verslunum og mannlífi og hér er tilvalið að njóta lífsins í nokkra klukkutíma eftir ævintýralega myndatökuna. 

 

Vefsíða: https://www.italyguides.it/en/veneto/venice/rialto-bridgeHlekkur opnast í nýjum flipa

Spennandi?

Skoða flug til Feneyja

Finna flug

3. Dáðstu að Hertogahöllinni

Hertogahöllin, eða Palazzo Ducale, er gullfalleg höll í miðri borginni. Höllin var byggð á 14. öld og var þá dvalarstaður hertoganna sem réðu ríkjum í Feneyjum. Þetta er eitthvert fallegasta dæmi um gotneskan arkitektúr í Evrópu og hér er enginn skortur á íburði og glæsileika. 

Í Hertogahöllinni er meðal annars að finna salinn Sala del Maggior Consiglio sem var í eina tíð stærsta herbergi heimsálfunnar en þar fundaði landsstjórn fyrri tíma. Í dag er þessi ógleymanlega höll opin ferðamönnum sem vilja dást að fegurðinni og læra í leiðinni meira um pólitíska sögu Feneyja. Það sakar ekki að aðgangur að Hertogahöllinni er ókeypis! 

 

Vefsíða: https://palazzoducale.visitmuve.it/en/home/

Heimilisfang: P.za San Marco, 1, 30124 Venezia VE, Ítalía

Interior of Doge’s Palace, panorama of luxury Higher Council Hall, Venice, Italy
mazing architecture of the Piazza San Marco square with Basilica of Saint Mark in Venice city, Italy

4. Gakktu um Markúsartorg

Markúsartorgið, eða Piazza San Marco í hjarta Feneyja, er líklega eitt fegursta og frægasta torg í heimi. Mörg af helstu kennileitum Feneyja standa við Markúsartorg, s.s. Hertogahöllin, Markúsarkirkja og byggingarnar Procuratie Vecchie og Procuratie Nuove ásamt bogagöngunum sem einkenna torgið. Arkitektúrinn og umhverfið eru ólýsanlega fögur og flestir falla hér algjörlega í stafi.

Að auki er Markúsartorg hjarta mannlífsins í Feneyjum. Hér er urmull af frábærum kaffihúsum og veitingastöðum og tónleikar, hátíðir og margir ókeypis viðburður eru haldnir hér allt árið. Tylltu þér niður við torgið og fylgstu með gangandi vegfarendum og úttroðnum dúfunum í einni fallegustu sviðsmynd heims.

 

Vefsíða: https://www.introducingvenice.com/piazza-san-marcoHlekkur opnast í nýjum flipa

Heimilisfang: P.za San Marco, 30100 Venezia VE, Ítalía

5. Skoðaðu verkin á Peggy Guggenheim-safninu

Bandaríski listverkasafnarinn Peggy Guggenheim stofnaði þetta merkilega safn árið 1949 þar sem skoða má ótrúlegt einkasafn hennar eftir einhverja áhrifamestu listamenn 20. aldarinnar, s.s. Max Ernst, Salvador Dalí, og Marc Chagall. 

Þetta er almennt talið eitt merkasta listasafn í heimi og því er Peggy Guggenheim-safnið ómissandi viðkomustaður allra sem heimsækja Feneyjar. Á safninu eru reglulega haldnir viðburðir, fræðsla og tímabundnar sýningar sem veita aukna innsýn inn í nútímalistasögu. Þótt aðgangur sé ekki ókeypis er miðinn ekki dýr og klárlega þess virði.

 

Vefsíða: https://www.guggenheim-venice.it/en/the-museum/Hlekkur opnast í nýjum flipa

Heimilisfang: Dorsoduro, 701-704, 30123 Venezia VE, Ítalía

The Canal Grande in Venice, close to Peggy Guggenheim Collection
People at the Basilica di Santa Maria Gloriosa dei Frari in Venice city at sunset, Italy

6. Leyfðu Frari-kirkju að heilla þig

Chiesa di Santa Maria Gloriosa dei Frari, betur þekkt sem Frari-kirkja, er vinsæl gotnesk kirkja í hjarta Feneyja. Hún á rætur að rekja aftur til 14. aldar en hér hvíla margir fremstu listamenn Feneyja, þar á meðal Titian.

Innviðir kirkjunnar eru ótrúleg sjón að sjá þar sem íburðarmiklar skreytingar og gullfallegir steindir gluggar skapa friðsælt andrúmsloft og ógleymanlega upplifun. Aðgangur að kirkjunni er ókeypis og hingað er skyldumæting fyrir alla fagurkera. 

 

Vefsíða: https://www.basilicadeifrari.it/Hlekkur opnast í nýjum flipa

Heimilisfang: San Polo, 3072, 30125 Venezia VE, Ítalía

Feneyjar fyrir öll fjárráð

Feneyjar er borg sem hentar fólki með öll fjárráð. Það er að sjálfsögðu hægt að eyða mjög háum upphæðum í borginni og meira að segja auðveldlega þar sem framboð af lúxus er stöðugt að aukast. En helstu kennileiti borgarinnar og óviðjafnanlegt umhverfi Feneyja er alltaf ókeypis.

Þeir sem finna ódýra gistingu og þurfa ekki dýra veitingastaði geta auðveldlega varið fríinu í Feneyjum fyrir minna.

Spennandi?

Skoða flug til Feneyja

Finna flug
Stockholm
NÆST Á DAGSKRÁ

Ódýra útgáfan af Stokkhólmi


Afþreying í Feneyjum