Skoða efni
9. Feb 2023

Bestu dagsferðirnar frá Feneyjum

Feneyjar

Feneyjar eru einn vinsælasti áfangastaður heims og fyrir því eru nokkrar góðar ástæður: Þetta er ein fallegasta borg í heimi sem sameinar ótrúlegt framboð af sögu, listum, menningu og afþreyingu á heimsmælikvarða. Borgin á sér 1200 ára sögu og hefur á köflum verið mjög mikilvægt efnahagssvæði í mannkynssögunni. Þá eru ótaldar gullfallegar byggingarnar í gotneskum stíl, ógleymanlegar kirkjur og torg og að sjálfsögðu heimsins fegurstu kanalar.

Það er enginn skortur á dýrðinni og dásemdinni í Feneyjum en þeir sem vilja nýta ferðina og sjá enn meira í nágrenninu ættu að skoða ótrúlegt úrval magnaðra áfangastaða sem eru stutt frá og hentugir í skemmtilegar dagsferðir. Við höfum tekið saman úrval áfangastaða í þægilegri fjarlægð frá Feneyjum hvort sem ferðast er með lest, ferju, í bíl eða rútu:

1. Padúa

Padúa er virkilega verðugur áfangastaður og þangað er mjög stutt að fara frá Feneyjum. Borgin er fræg fyrir áhugaverða sögu og ekki síður magnaða menningarsögu. Eitt helsta aðdráttaraflið í Padúa er Scrovegni-kapellan þar sem er að finna ótrúlegar freskur frá 14. öld en þær þykja eitt af stóru meistaraverkum Ítalíu. Og þá er nú mikið sagt!

Þeir sem ferðast til Padúa mega ekki missa af Basilíku heilags Antóníusar. Þar er að finna líkamsleifar dýrlingsins og fyrir vikið er gríðarlega vinsælt að fara í pílagrímsferð enda heilagur Antóníus einn vinsælasti dýrlingur kaþólikka.

Gamli bær Padúa er síðan ævintýralegur staður til að villast um þröng sjarmastræti á milli gullfallegra bygginga og borða geggjaðan mat.

 

Ferðatími frá Feneyjum: 28 mínútur með lest og 43 mínútur í bíl. 

View of Padua, the largest square in Italy, and one of the largest in Europe.
Beautiful sunset aerial view of Verona, Veneto region, Italy.

2. Veróna

Veróna er steinsnar frá Feneyjum og einn af mörgum ómissandi áfangastöðum í nágrenninu enda sögusvið frægustu ástarsögu allra tíma: Rómeó og Júlíu. Eitt helsta kennileiti Veróna er rómverska hringleikahúsið Arena di Veróna í hjarta borgarinnar. Byggingin er rúmlega 2.000 ára gömul en ótrúlega vel varðveitt og enn í fullri notkun, m.a. á árlegri óperuhátíð borgarinnar.

 

Veróna er líka fræg fyrir óviðjafnanlegar kirkjurnar, s.s. San Zeno Maggiore frá 12. öld og svo er borgin troðfull af glæsilegum torgum eins og Piazza delle Erbe sem er umkringt af byggingum frá miðöldum en það er leitun að betri stað fyrir eftirminnilega sjálfsmynd.

 

Ferðatími frá Feneyjum: U.þ.b. 90 mínútur með lest eða í bíl. 

3. Eyjan Murano

Eyjan Murano er heimsfræg fyrir glerblásturslistina sem á rætur sínar að rekja til 13. aldar og þetta er tilvalinn áfangastaður fyrir skemmtilega dagsferð frá Feneyjum. Hér má fylgjast með handverksmeisturum framleiða hugverk sín og versla einstaka glervöru í leiðinni.

Hvort sem planið er að versla minjagripi fyrir stofuna eða gjafir handa vinum og vandamönnum er úrvalið ævintýralegt. Þeir sem vilja berja mestu dýrðina augum og læra meira ættu að skoða glersafnið á eyjunni sem veitir magnaða innsýn inn í sögu glerlistargerðar með óteljandi tólum, gullfallegum antíkmunum og áhugaverðum sögulegum staðreyndum.  

 

Ferðatími frá Feneyjum: 18 mínútur með ferju. 

island, bridge across water canal, boats, motor boats, colorful traditional buildings, Venetian Lagoon, Veneto Region, San Michele in Isola Catholic church
Basilica Palladiana renaissance building, Torre Bissara clock tower and Loggia del Capitaniato Lodge in Piazza dei Signori square in old historical city centre

4. Vicenza

Vicenza er frábær áfangastaður skammt frá Feneyjum, ekki síst vegna palladíska arkítektúrsins kenndan við endurreisnararkítektinn Andrea Palladio. Helsta kennileiti Vicenza er Teatro Olimpico, eitt elsta leikhús heims. Hægt er að fá leiðsögn um frægustu byggingar borgarinnar eftir Palladio svo sem Palazzo Thiene, Palazzo Chiericati og Palazzo Barbaran da Porto. Allt eru þetta meistarastykki í sögu arkítektúrsins sem borgin er svo fræg fyrir.

 

Auk þessarar merkilegu byggingalistasögu má finna fjölmörg gallerí og söfn í Vicenza og ber þar helst að nefna Museo Civico þar sem er að finna gríðarlegt safn muna frá endurreisnartímanum. Þá skiptir ekki máli hvort gestir séu áhugafólk um listir eða sérfræðingar í arkítektúr, hér sér augað um að verðlauna alla sem hingað koma með einstöku umhverfi og fegurð.

 

Ferðatími frá Feneyjum: U.þ.b. 1 klst. í bíl eða 45 mínútur með lest. 

5. Treviso

Treviso er sannkallaður miðaldagimsteinn í norðurhluta Ítalíu. Borgin er blanda af fallegum byggingum og minjum frá miðöldum sem gera gönguferð um borgina að dásamlegri afþreyingu. Meðal vinsælustu kennileita borgarinnar eru kirkjan Santa Maria Maggiore og Palazzo dei Trecento. 

 

En þetta er líka borg fyrir matgæðinga því hér má bragða á einkennisréttum svæðisins og því allra besta í ítalskri matargerð. Að lokum er ómissandi að ganga meðfram kanölum borgarinnar, fá sér einn alvöru cappuccino á bakaríinu Camelia og ráfa svo á milli áhugaverðra safna. 

 

Ferðatími frá Feneyjum: U.þ.b. 45 mínútur í bíl eða hálftími með lest. 

View of Piazza dei Signori (Lord's Square) and Palazzo dei Trecento with Tower Clock on a sunny day
Dragon statues on Ljubljanas Dragon bridge on a bright sunny day, Ljubljana, Slovenia

6. Ljúblíana

Þeir sem dvelja í Feneyjum ættu að íhuga þann stórkostlega möguleika að kíkja til Slóveníu því höfuðborgin Ljúblíana er ekki langt frá. Þetta er einstök borg full af sögu og fegurð og mikilvægur verslunarstaður í Evrópu. Borgin er ekki síst rómuð fyrir fjölmörg, gullfalleg græn svæðin sem gera Ljúblíana að ógleymanlegri borgarferð.

Kastali Ljúblíana er frá 11. öld og stendur á hæð þaðan sem er óviðjafnanlegt útsýni í allar áttir. Þá ætti enginn að láta Drekabrúna fram hjá sér fara en þetta skemmtilega kennileiti ber sannarlega nafn með rentu.

 

Ferðatími frá Feneyjum: U.þ.b. 2 tímar og 45 mínútur í bíl eða rútu.

7. Trieste

Trieste er mikilvæg hafnarborg fyrir norðurhluta Ítalíu, Þýskaland, Austurríki og Mið-Evrópu en þetta var helsta tenging sjóleiðis við sögufræga silkileiðina vegna góðra tenginga við Tyrkland og Súesskurð. En Trieste er líka fræg fyrir að framleiða frábæra matvöru, s.s. Prosciutto di San Daniele, Montasio-ost og reyktu Sauris-skinkuna.

Meðal helstu kennileita Trieste má nefna Piazza Unità d'Italia, Palazzo del Governo, og ráðhúsið. Þetta er líka frábær borg fyrir kaffiunnendur því meðalíbúi hér neytir um 10 kg af kaffi á ári svo þeir kunna sannarlega sitt kaffifag í Trieste.

 

Ferðatími frá Feneyjum: U.þ.b. 2 tímar í bíl, lest eða rútu.

Back view of Miramare castle, Trieste, Italy
beautiful view of the Dolomites with hikers on path and grass in the foreground and hut, mountains and blue sky with clouds in the background taken on a sunny summer day

8. Dólómítafjöll

Dólómítafjöll eru sannkölluð paradís fyrir göngufólk og fjallageitur en þangað er ekki langt að fara frá Feneyjum. Þessi fjallgarður er frægur fyrir magnað útsýnið sem er oft nefnt það besta í allri Evrópu og hér er gríðarlegt úrval af gönguleiðum fyrir alla getuhópa, byrjendur sem lengst komna. 

 

Dólómítafjöll eru á heimsminjaskrá UNESCO en þau telja alls 18 fjallstinda sem rísa yfir 3.000 metra yfir sjávarmál og þekja rúmlega 140.000 hektara. Vinsælasta gönguleiðin í Dólómítafjöllum er Tre Cime di Lavaredo eða Þrír tindar Lavaredo sem fer yfir þrjá stórbrotna tinda sem eru allir rétt tæplega 3.000 metra háir. 

 

Ferðatími frá Feneyjum: U.þ.b. 2 tímar og 45 mínútur í bíl.

beautiful view of the Dolomites with hikers on path and grass in the foreground and hut, mountains and blue sky with clouds in the background taken on a sunny summer day

Feneyjar: Fegurðardrottning með frábærum dagsferðum

Þótt Feneyjar séu að sjálfsögðu frábær áfangastaður fyrir borgarferðina er hún líka óneitanlega mjög vel staðsett fyrir fjölmargar fjölbreyttar dagsferðir. Hvort sem fólk er á höttunum eftir nýrri upplifun, nýjum mat eða nýju umhverfi er tilvalið að gefa sér a.m.k. einn dag til að skoða næsta nágrenni Feneyja.

 

Gefðu þér nægan tíma í Feneyjum til að bæta frábærum dagsferðum við fullkomið ferðalag. 

Spennandi?

Skoða flug til Feneyja

Finna flug
Warsaw
NÆST Á DAGSKRÁ

Það allra helsta í Varsjá: 8 ómissandi áfangastaðir


Afþreying í Feneyjum