Skoða efni

Berlín

Ódýrt flug til Berlín

Sögufrægir staðir og stórbrotin fjölþjóðamenning

Verið velkomin til Berlínar, borgar sem er svo stappfull af sögu og menningu að hún er eins og risastór skemmtigarður fyrir lengra komna. Þessi evrópska stórborg býr yfir mörgum ólíkum sérkennum en fyrir þá sem eru að sækja hana heim í fyrsta sinn er vert að fara yfir tvær helstu hliðar Berlínarborgar.

Sú fyrri er merkileg og dramatísk saga borgarinnar út frá sögulegu sjónarmiði sem er bæði lifandi og nálæg hvert sem litið er. Stríðshrjáð saga Berlínar er varðveitt af metnaði í fjölmörgum söfnum og minnisvörðum borgarinnar á djúpstæðan og virðingarverðan hátt. Þessi þörf fyrir að muna, íhuga og varðveita er best lýst með þýska orðinu yfir minnisvarða, „Denkmal,“ sem þýðir bókstaflega „stund íhugunar“ en það er líklega það sem Þjóðverjar gera betur en flestar aðrar þjóðir. Fyrir vikið er Berlín í sérstöku uppáhaldi hjá sögunördum og áhugafólki um allt sem mannlegt er.

Hin hliðin er mun léttari og litríkari. Þessi margslungna stórborg er bæði vestræn og alþjóðleg. Hér býr mikill fjöldi innflytjenda sem lífgar upp á borgina á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Að ganga í gegnum ólík hverfi Berlínar er hálfgert ferðalag um heiminn og það er í raun fátt sem ekki má finna einhvers staðar í Berlín. Matarmarkaðir, veitingastaðir og götusalar gerast ekki fjölbreyttari og menningarbrotin bjóða hvarvetna upp á vörur og upplifanir frá sínum heimalöndum. Þetta er rétta borgin til að ráfa um, borða eitthvað skrítið og gómsætt, versla eitthvað litríkt og upplifa eitthvað glænýtt.

Geggjaður göngutúr í Berlín

Þá eru ótaldir fjölmargir heimsfrægir áfangastaðir innan borgarinnar. Listi yfir það sem vert er að sjá og gera í Berlín gæti fyllt heilt bókasafn en sem dæmi um hversu þétt raðað er í Berlín af merkilegum stöðum er hér eitt stykki ímyndaður hálftíma göngutúr.

Gakktu í gegnum gullfallegan almenningsgarðinn Tiergarten, fram hjá Reichstag byggingunni, í gegnum sögufrægt Brandenborgarhliðið og niður breiðstrætið Unter den Linden þar til þú kemur að risastórri Museumsinsel. Hvað er það eiginlega? Æ, bara eyja í ánni Spree í miðri borginni þar sem finna má fimm risavaxin söfn, full af stórmerkilegum safnmunum.

Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að það borgar sig að gefa sér góðan tíma í Berlín, en engar áhyggjur, það er nánast öruggt að þessi stórfenglega stórborg mun kalla á þig aftur og aftur og aftur.

Á heimavelli

„Það er endalaust hægt að finna sér eitthvað að gera í Berlín,“ segir Helgi Björns þegar Hildur segir frá því þegar hún sá mann falla í yfirlið á sviði í karókí-drag-bar í geggjaðri stemningu. Kíktu á spjall þeirra Helga Björns og Hildar Stefánsdóttur um Berlín sem þau þekkja bæði svo vel en frá ólíkum sjónarhornum og hafðu minnisblað við höndina því þessi tvö vita hvað þau syngja.

Vinsæl afþreying í Berlín

The City Circle Yellow tour allows you the opportunity to discover Berlin’s most famous landmarks and monuments. Let one of our yellow double-deckers take you on an exciting tour of the city that stretches from Alexanderplatz in the east to the stately Charlottenburg Palace in the westernmost end of the city.

You will begin the evening with a three course candlelight dinner in a cozy ambiance located at the Charlottenburg Palace Orangery. The beautiful performance by the Berlin Residence Orchestra will complete your evening.

This guided Berlin walking tour will show you the battleground of the military conflict between the western world and the communist world. With your expert guide, see the Berlin Wall and hidden areas of the Death Strip, a former guard tower and travel through underground 'Ghost Stations'.