Skoða efni

Fuerteventura

Ódýrt flug til Fuerteventura

PLAY flýgur til Fuerteventura-flugvallar (FUE). Flugvöllurinn er staðsettur 5 km frá höfuðborg eyjunnar, Puerto del Rosario en aksturinn þangað tekur um það bil 10 mínútur. Bílaleigur og leigubíla má finna á flugvellinum en þaðan ganga líka strætisvagnar. Frekari upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu Fuerteventura-flugvallarHlekkur opnast í nýjum flipa.

Two people walking on a vast sandy beach in Spanish Canary Island Fuerteventura

Tilvalinn staður til að stranda á

Er ekki tilvalið að gefa sér frí frá mestu vetrarhörkunum og fylla aðeins á sólarbirgðirnar fyrir sunnan? Þá er Fuerteventura, ein af spænsku Kanaríeyjunum, tilvalinn áfangastaður til að stranda á. Þessi töfrandi Kanaríeyja státar af gullfallegri strandlengju og tærum sjó en hér þykja aðstæður til útivistar fyrsta flokks.

Fuerteventura er þekkt fyrir gylltar strendur og kristaltæran sjó, og í bland við góðan andvara þykir hún fullkomin fyrir alls kyns vatnasport sem krefst öldugangs og vinds. Hvort sem þú ert verðandi  brimbrettakappi eða algjör byrjandi þá finna allir eitthvað við sitt ölduhæfi á Fuerteventura. Playa de Sotavento er tilvalin fyrir flugdrekabretti (e. kitesurfing) og Corralejo-strönd þykir fyrsta flokks staður fyrir seglbrettasvif (e. windsurfing). Fyrir afslappaðri dag á ströndinni mælum við með Playa de Cofete á syðsta odda Fuerteventura en þessi fallega strönd býður töfrandi útsýni yfir Atlantshafið eða Caleta de Fuste þar sem er að finna einu strönd eyjunnar sem er í algjöru skjóli frá straumum og sterkum öldum svo þar er tilvalið fyrir fjölskyldur að njóta lífsins á ströndinni með krökkunum. En svo það sé á hreinu, þá er raunverulega enginn skortur á fallegum ströndum á þessari eyju.

Desert scenery with cacti in Canary Island Fuerteventura

Náttúrufegurð og næturlíf

Fyrir utan strendurnar, sem Fuerteventura er vissulega frægust fyrir, býður eyjan líka upp á fjölbreytt úrval af náttúrufegurð og menningarlegri afþreyingu. Við mælum með göngu við Calderón Hondo-eldfjall til að upplifa náttúrufegurð og öðruvísi eldfjallaumhverfi eyjunnar, eða heimsókn á fornminjasafn Betancuria til að fræðast um sögu og menningu staðarins. Íslendingar fá síðan afar framandi upplifun með útsýninu yfir magnaðar sandöldur Corralejo-þjóðgarðsins. Í þessu fullkomna loftslagi í bland við dásamlega golu, er Fuerteventura frábær kostur fyrir flesta útivist, ekki síst hjólreiðar og golf.

Eftir skemmtileg ævintýri í sólinni yfir daginn býður Fuerteventura síðan upp á ógrynni af afþreyingu fyrir frábært kvöld úti á lífinu. Corralejo er full af fyrirtaksbörum og hressandi skemmtistöðum og það er alltaf lifandi tónlist í boði einhvers staðar í höfuðborg eyjunnar, Puerto del Rosario. Fyrir þá sem vilja rólegra kvöld er tilvalið að koma sér fyrir á notalegum þakbar og njóta þess að drekka ævintýralegan kokkteil í hlýju kvöldloftinu.

Ómótstæðileg náttúrufegurð, frábærar aðstæður til útivistar, botnlaust úrval af afþreyingu og hagstætt verð gera Fuerteventura að fullkomnum áfangastað fyrir þá sem vilja skemmtilegt frí í sólinni. Hafðu vit fyrir þér í vetur og gríptu flug til Fuerteventura í dag!

Beautiful white-washed building with a wind mill and cacti in the foreground in Fuerteventura, a Spanish Canary Island